Þá er komið að seinni hlutanum...uhh... ég meina ÖÐRUM hlutanum af ofurhetjumynda-extravaganza færslunni minni. Ég ætlaði fyrst að bomba seinni hlutanum stuttu á eftir þeim fyrri en síðan dróst það eitthvað á langinn og BAMM það eru komnar þrjár nýjar ofurhetjumyndir sem ég á eftir að sjá (The Spirit, Punisher: War Zone og... wait for it... WATCHMEN!!!). Þannig að ég ákvað að splitta frekar þessari ofurhetju í þrjá hluta og taka 2008-2009 fyrir í síðustu færslunni í þessum epíska þríleik. Síðan spilar auðvitað inn í að maður vill nú fá sem flest stig fyrir orðin sem maður skrifar, ætla ekkert að leyna því. Ég veit að Maggi er (því miður) hættur að gefa Maggastig en ég ætla að halda því áfram í samræmi við fyrstu færsluna. Jæja, við höldum bara áfram þaðan sem ég skildi ykkur eftir síðast og fyrsta myndin sem ég fjalla um í þessari færslu er................
Batman Begins (2005, DC)
Hér er komin fyrsta virkilega góða ofurhetjumyndin síðan tæknibrellur byrjuðu að geta gert hvað sem handritshöfundum duttu í hug, ekki það að þessi mynd reiði sig rosalega mikið á tæknibrellur. Ég horfði á Batman myndirnar eftir Tim Burton og Joel Schumacer í jólafríinu og það verður að segjast að í þeim myndum þá var Batman ekki þessi myrki riddari sem hann á að vera. Í Burton myndunum var hann nokkuð góður en frekar mikill pussi og í Schumacer myndunum var hann eins og skrípó karakter. Svo ekki sé talað um Batman þættina frá sjöunda áratugnum sem var nokkurs konar spæjaraþáttur með tveimur gæjum í asnalegum búningum í aðalhlutverki. Í Batman Begins er Batman nákvæmlega eins og hann á að vera, myrkur og dularfullur. Í staðinn fyrir að romsa áfram um myndina bendi ég á færslu Ingós síðan í fyrra en hún tjáir nokkurn veginn allt það sem mér finnst um myndina og gott betur.
Bullshit faktor: 1/10
Töffarastig: 10/10 FOKKING BATMAN
Tryggðarstig: 9/10
Maggastig: (x-7)(x+4)
Einkunn: 9/10
Fantastic Four (2005, Marvel)
Fantastic Four er fyrst og fremst bara hress og skemmtileg mynd. Ekki er mikið fókuserað á sálar angist aðalpersónanna og frekar er lagt upp úr húmor og gamansemi. Fantastic Four eru líka dálítið þannig, ég hef reyndar bara lesið eina stutta myndasögu um Fantastic Four og hún var mjög tilfinningaþrungin og svo umdeild að Marvel reyndi að hindra útgáfu hennar, en það er önnur saga. Þessir karakterar eru skondnir og svo “týpískir” eitthvað, einn gæji sem getur teygt geðveikt mikið úr sér, einn gæji sem getur kveikt í sér og flogið, stelpa sem er ósýnileg sem kallast einmitt “Invisible Girl” og svo er það líklega áhugaverðasti karakterinn “The Thing” sem er úr steini. Skemmtilegast er samband The Thing og Human Torch sem eru algjörir odd couple og býður upp á skemmtileg atvik. Leiðinlegast er samband Mr. Fantastic og Invisible Girl, segir sig kannski sjálft. Ég var hræddur um hvernig einn allra allra svalasti óþokki í heimi, Dr. Doom, mundi koma út. Julian McMahon er engan veginn nógu svalur og illur til þess að púlla Dr. Doom almennilega, en ég get ekki ímyndað mér neinn sem gæti það þó. Mörg atriði í myndinni, sérstaklega atriðin þar sem fereykið er að vinna að einhverju saman, eru eitthvað svo kjánaleg að manni finnst eins og þau ættu að vera í Hanna-Barbera teiknimynd. Fantastic Four olli mér þó ekki vonbrigðum þar sem hún var nákvæmlega eins og ég bjóst við, ágætis snakk sem skilur lítið eftir sig. Ekkert að því.
Bullshit faktor: 4/10
Töffarastig: 3/10 Þau skrifast öll á Dr. Victor von Doom. Ekki vegna þess að Julian McMahon hafi verið svo góður Doom, heldur því DOOM er svo geðveikt svalur karakter.
Tryggðarstig: 6/10
Maggastig: googolplex
Einkunn: 5/10
X-Men: The Last Stand (2006, Marvel)
Bryan Singer leikstýrði fyrstu tveimur X-Men myndunum og fékk mikið hrós fyrir, en þegar kom að leikstýra þriðju myndinni um stökkbreytingana góðu þá ákvað hann frekar að leikstýra um mynd um aðra miklu þekktari ofurhetju, nefnilega Superman Returns. Þá var fenginn Brett Ratner til þess að leikstýra myndinni, en hann er þekktastur fyrir Rush Hour trílógíuna. Þessi mynd er almennt talin standa hinum að baki, en mér finnst hún betri. Áhugaverðast er konseptið sem myndin snýst um, búið er að finna upp á efni sem breytir stökkbreytingum í venjulegt fólk. Sögurnar um X-Men snúast mikið um það að stökkbreytingar eigi að hafa sömu réttindi og annað fólk og komið fram við það sem jafningja, en þegar þeim býðst að verða venjulegt fólk eiga þeir að taka því? Bardagaatriðin er mjög góð, skemmtilegir nýjir karakterar kynntir sögunnar og ekki er hikað við að láta sumar aðalpersónur deyja, en það er alltaf gaman. Kelsey Grammer er mjög skemmtilegur sem séntilmennið og ófreskjan Beast og ég vissi ekki að hann léki í myndinni fyrr en ég sá credit listann, enda í gríðarlegu miklu make-uppi. Virkilega góð spennumynd með skemmtilegum pælingum og rosalegu final showdown atriði.
Bullshit faktor: 6/10
Töffarastig: 7/10 Skrifast flest á Kelsey Grammer sem Beast
Tryggðarstig: Pass
Maggastig: (54-36)/0
Einkunn: 8/10
Superman Returns (2006, DC)
Myndin sem Bryan Singer leikstýrði í staðinn fyrir X-Men: The Last Stand. Ég hef ekki séð upprunalegu Superman seríuna en þessi mynd er eiginlegt framhald fyrstu tveggja þeirra. Mér hefur aldrei fundist Superman vera það áhugaverður karakter, hann er eitthvað svo gallalaus. Clark Kent er líka enginn Bruce Wayne eða Tony Stark. Eins og Óskar Jóhannesson talaði um þegar hann til okkar, þá þarf alltaf að vera einhver “konfliktur” svo að saga sé þess virði að segja hana. Í þessari mynd er fókuserað á samband Clark Kent og Lois Lane, en Lane er gift einhverjum öðrum gæja eftir að Clark Kent hvarf sporlaust í 5 ár (og Superman líka á nákvæmlega sama tíma!). Það er nokkuð vel unnið úr efninu og myndin er alls ekki jafn action-packed og maður bjóst við, það eru í raun engin bardagaatriði. Vondi kallinn er nefnilega snillingurinn Lex Luthor sem berst með hugvitinu frekar en kröftum. Kevin Spacey er virkilega flottur sem Luthor og maður bíður í rauninni bara eftir næsta Luthor atriði á meðan ástarþríhyrningurinn er í gangi hjá Kent og félögum. Reyndar er ástarsagan alveg fín. Superman er leikinn af kappa sem heitir Brandon Routh sem var algjörlega óþekktur áður en hann fékk hlutverkið þannig að Daredevil-syndrómið er víðs fjarri þar sem maður trúir því frekar að hann sé Superman, en ekki bara leikari í Superman búningi. Myndin er frekar góð, ekki týpísk ofurhetjumynd þó, meiri ástardrama en gengur og gerist í þannig myndum, en Superman hefur alltaf snúist mikið um samband Lois og Clarke, enda eini raunverulega áhugaverði vinkillinn á Superman.
Bullshit faktor: 1/10
Töffarastig: 5/10 Öll á Spacey
Tryggðarstig: 8/10
Maggastig: 123456789
Einkunn: 7/10
Ghost Rider (2007, Marvel)
Ég vildi virkilega að þessi mynd yrði góð því á blaði virkar hún eins og algjört stórslys. Ghost Rider/Johnny Blaze er sem sagt ofurhetja sem seldi sál sína djöflinum, keyrir um á mótorhjóli og hefur hauskúpu í staðinn fyrir höfuð, nefndi ég að hann stendur alltaf ljósum logum og líka mótorhjólið hans? Til að toppa þetta allt saman þá leikur Nicolas Cage aðalhlutverkið. Ekki það að Cage er einhver skelfilegur leikari, en hann að leika ofurhetju er ekki mjög sannfærandi, sérstaklega þar sem hann er orðinn meira en miðaldra núna. Ég vildi virkilega að þessi mynd mundi koma mér á óvart og væri algjör snilld, óslípaður demantur sem gagnrýnendur einfaldlega föttuðu ekki. En, því miður, þá sökkar hún feitan babar. Nick Cage er ekki nógu góður sem Johnny Blaze og Ghost Rider sjálfur er ekki að gera sig á hvíta tjaldinu, sérstaklega er hauskúpan mjög augljóslega tölvugerð. Plottið snýst um skratta og púka sem ætla að taka yfir heiminum en Ghost Rider bjargar síðan öllu fyrir horn. Það eina góða við myndina er hlutir sem snúast að fortíð Johnny Blaze og dramað í kringum samband Nick Cage og Evu Mendes, en það er eini hluti myndarinnar sem snýst ekki um yfirnáttúrulega hluti. Lexían sem kvikmyndagerðarmenn eiga að draga af Ghost Rider er að sumar ofurhetjur eiga bara á heima í myndasögunum, Ghost Rider er bara of svalur fyrir silverscreenið.
Bullshit faktor: 10/10 Já já já já!
Töffarastig: 9/10 Kommon! Mótorhjól! Satan! Eldur! Hauskúpur! Fokking Nicolas Cage!
Tryggðarstig: Pass
Maggastig: e
Einkunn: 3/10
Spider-Man 3 (2007, Marvel)
Þessi mynd var ekki talin halda standardnum sem var á tveimur fyrri Spider-Man myndunum, en fyrir mitt leiti fannst mér hún vera stórgóð. Hún er mjög kjánaleg og stundum aðeins stærri en hún getur höndlað. Í þessari er mynd er Peter Parker orðinn mjög hrokafullur og handviss um eigið ágæti því allir elska Spider-Man svo mikið. Úff, ég pældi í að segja eitthvað meira frá plottinu en það er svo flókið eitthvað að ég meika það ekki. En í þessari mynd eru yfirnáttúrulegir hlutir kannaðir og það hefur kannski truflað fólk. Myndin fylgir þó söguþræði sem var upprunalega í myndasögunum þannig að fólk getur ekki kvartað yfir því hvað myndin sé með fjarstæðukennt plott því þannig eru myndasögurnar sem myndirnar eru gerðar eftir. Tæknibrellurnar eru virkilega flottar, þó ég þurfi varla að taka það fram. Það skemmtilegasta við þessa mynd var þó Peter Parker og ég ætla að henda inn einni youtube klippu af mjög furðulegu atriði, nokkurs konar töffara-dans atriði sem sprettur upp úr engu og hefur örugglega komið fólki í opna skjöldu þar sem þetta er nú bara Spider-Man mynd, ég og Héddi Finns erum þó sammála um að þetta sé meistaraleg snilld. Misskilin mynd og jafnvel sú besta í Spider-Man seríunni.
Bullshit faktor: 9/10 Mjög hár bullshit faktor hefur líklega átt hlut sinn í að myndinni var ekki sérstaklega vel tekið.
Töffarastig: 7/10 Peter Parker er nefnilega töff í þessari mynd, annað en í hinum tveimur.
Tryggðarstig: Pass. En söguþráðurinn er samt byggður á sögu úr upprunalegu myndasögunum.
Maggastig: F(x)=23/8x^3, f(x)=?
Einkunn: 8/10
Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer (2007, Marvel)
Fantastic Four var hress og skemmtileg á köflum og reynt er að halda áfram á sömu braut í þessari. Söguþráðurinn ber þó myndina ofurliði, sérstaklega allt tengt Silver Surfer karakternum. Þó má skemmta sér yfir skemmtilega kjánalegum línum eins og þegar Human Torch neyðist til í að kveikja í sér þegar hann var klæddur í fín jakkaföt og segir “Oh man, this is Dolce!”. Gaman að þessu. Silver Surfer er geimvera sem á að eyða jörðinni en hættir síðan við og verður góður og yada yada yada. Hæfilega mikið af væmnum atriðum um ást og vináttu. Hasar atriðin eru fín. Dr. Doom mætir aftur. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira um þessa mynd því hún var nokkurn veginn alveg eins og ég ímyndaði mér. Enda var það líklega markmið framleiðandanna. Fínasta skemmtun svo sem.
Bullshit faktor: 7/10 Silfurbrimbrettakappinn fær þessi.
Töffarastig: 2/10 Ekki einu sinni Doom nær að krækja sér í fleiri en tvö.
Tryggðarstig: Pass.
Maggastig: googol^0,000000000000000000000000002346374
Einkunn: 4/10
Bónus:
Zebraman (2004)
Þessi mynd er dálítið á skjön við hinar þar sem hún er ekki byggð á neinum karakter frá myndasögurisunum tveimur, Marvel og DC. Ekki nóg með það þá er hún japönsk en allar hinar bandarískar. Hún er líka örlítið úr takti við þessa færslu þar sem hún kom út árið 2004 en þessi færsla fjallar um ofurhetjumyndir frá 2005 til 2007. Þrátt fyrir það ætla ég að fjalla um hana enda nýbúin að sjá hana og hélt þar að auki hressan fyrirlestur um leikstjóra hennar Takashi Miike ásamt Poppé glens, Suðu-Héðni og Magga uni. Siggi Palli mældi síðan með henni þegar hann gaf fyrri færslunni einkunn. Þessi mynd fjallar sem sagt um kennara sem lifir hálf sorglegu lífi en elskar gamla ofurhetjuþætti um Zebraman sem voru cancellaðir eftir aðeins 14 þætti. Þegar hann fer út úr húsi í heimagerða Zebraman búningnum sínum þá fær hann, sér til mikillar furðu, ofurkrafta. Síðan fer söguþráðurinn mjög sérstakar leiðir sem tengjast krúttlegum geimverum og dularfullum spádómum. Mér fannst myndin mjög skemmtileg í byrjun og Zebraman er alveg dásamlega glötuð ofurhetja. Eftir því sem leið á myndina missti maður þráðinn smátt og smátt og endirinn var algjör vitleysa. Plottið er þó mjög frumlegt og fær Miike prik fyrir það, einnig er cinematografían góð en þó er myndin aðeins of löng fannst mér. Þessi mynd var þó frábrugðin öðrum ofurhetjumyndum sem ég hef séð og því var alveg þess virði að sjá hana.
Bullshit faktor: 6/10
Töffarastig: 2/10
Tryggðarstig: Pass. Samt ekki beint 'pass' því Zebraman er ekki byggð á myndasögum.
Maggastig: i^2
Einkunn: 6/10
þriðjudagur, 10. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Glæsileg færsla. 10 stig.
Skrifa ummæli