þriðjudagur, 31. mars 2009

Carnival of Souls

Ég horfði á myndina Carnival of Souls fyrir nokkru síðan en hún er B-mynd frá 1962. Myndin fjallar um konu sem keyrir fram af brú í á ásamt tveimur vinkonum sínum og þær tvær deyja en hún lifir af og skrýtnir hlutir fara að gerast. Hún flytur í afskekktan bæ og fær vinnu sem organisti í lítilli kirkju. Síðan er hún alltaf að sjá einhver spúkí kall út um allt með hvítt andlit og svart í kringum augun. Myndin er ekkert brútal og nákvæmlega ekkert ofbeldi né blóð í henni. Myndin snýst öll um andrúmsloftið og stemmninguna. Tónlist spilar stórt hlutverk í myndinni en hún er öll spiluð á orgel og getur verið ansi ógnvekjandi. Konan er með sífellda köllun til þess að fara í eitthvað yfirgefið tívolí sem stendur fyrir utan bæinn. Myndin endar þannig að hún fer í þetta tívolí (karnival) og þar eru hellingur af zombie-um sem eru eins og kallinn sem hún er alltaf að sjá. Uppvakningarnir elta hana og ná henni loks og þá er klippt á atriði þar sem verið er að draga bílinn upp úr ánni og þá sjást allar konurnar þrjá látnar inn í bílnum, þar á meðal hún. Þannig hún var í raun dauð allan tímann. Það er líka eitt atriði í myndinni þar sem hún labbar um og reynir að tala við fólk en enginn tekur eftir henni. Þetta er örugglega fyrsta myndin með svona plotti en sú frægasta er auðvitað The Sixth Sense með Bruce Willis. Ef ykkur finnst þetta illa skrifuð færsla þá er það alveg rétt en ég skrifa hana í mikilli fljótfærni þar sem ég gerði video-blogg um hana fyrst en tæknilegir örðuleikar gerðu það að verkum að ég gat ekki sett það inn. Það var sjúklega skemmtilegt og hresst video blogg btw. Allavega. Þetta var ekkert það góð mynd en þó áhugaverð. Sem betur fer náði ég samt að setja eitt annað video inn fyrir alla til að njóta.

Bónus: