Hvað gerist þegar fimm manna hópur sem samanstendur bara af fallistum og utanskólaliði eru látin gera verkefni saman? Ekkert. Þannig var það hjá okkur sem áttu að gera örmyndina, sem við loksins drjóluðumst til þess að gera einhvern tímann eftir skóla og það tók síðan ekkert svo langan tíma að taka hana upp. Fyrst var þetta auðvitað þannig að við áttum að gera heimildarmynd, og það var svo langt síðan að júlíanska tímatali hafði ekki einu verið innleitt þá. Við vorum með nokkrar hugmyndir um hvernig sú mynd gæti verið. Ég vildi gera stutta heimildarmynd um “vandræðalega hornið” í MR. Ég er að tala um hornið hjá aftari innganginum að Gamla skóla. Maður sér aldrei fyrir hornið þegar maður gengur út um hurðina og því gerist það ósjaldan að fólk rekst á hvort annað á leiðinni inn eða út úr skólanum. Þetta, held ég, hefði getað orðið mjög fyndin mynd og hafði ég hugsað hana sem samblöndu af heimildarmynd og mockumentary. Ég var búinn að ímynda mér að við gætum fengið að taka smá viðtal við Yngva rektor og Hannes portner um þetta horn og fá þá til þess að taka þátt í gríninu. Síðan hefði verið gaman að sviðsetja einhvern rosalega dramatískan árekstur hjá horninu og nota slow-mo fítusinn og eitthvað. T.d. hefðu Bívarinn og Helga getað leikið par sem kynntust við að rekast á hvort annað hjá horninu og hjálpað hvor öðru að tína upp bækurnar sínar. Þetta hefði verið snilldarmynd og ég er mjög leiður að allt þetta náði engu flugi. Það var líka önnur pæling að gera heimildarmynd um Íslandsmeistarann í Guitar Hero. Síðan voru nokkrar aðrar pælingar í gangi en allt kom fyrir ekki og við gerðum ekki jack shit fyrir jól.
Eftir jól kom Siggi Palli með þessa örmynd/auglýsingu/tónlistarmyndband/hvaðsemer pælingu. Þá hafði Breki bæst í hópinn eftir misserisdvöl utanskóla. Þá vorum við að tala um að gera dramatíska tryggingarfélagsauglýsingu a la VÍS. Búa til eitthvað epískt montage með einhverju rosalegu íslensku lagi undir eins og “Þinn fyrsti koss” eða eitthvað. En, eins og einkenndi starfsemi hópsins frá byrjun, þá var mikið talkað en ekkert walkað. Breki fór síðan yfir í hópinn með bekkjarfélögum sínum og gerði mynd með þeim. Ég man ekki alveg hvernig þetta var en við tókum einhvern veginn aldrei við myndavélinni þegar við áttum að vera með hana, af engri alvöru ástæðu nema bara almennum skúnkshætti. Tíminn leið og við gerðum aldrei þessa mynd. Það kom upp pæling að gera myndina bara á kamerunni minni og klippa hana síðan í “Spallanum”, eins og við kölluðum klippitölvuna síðar. Kameran mín er þó ekki næstum því jafngóð og hin og frekar úrelt (fékk hana í fermingargjöf 2001). Gerðum við myndina á minni myndavél? Svarið er að sjálfsögðu: nei. Við gerðum ekki, eins og áður hefur komið fram, jack shit. Á þessum tíma fékk ég hugmyndina að myndinni eins og hún er í dag. Ég hafði upprunalega hugsað mér að taka hana upp í myrkri göngugötu sem er rétt hjá heimili mínu og síðan í eldhúsinu heima hjá mér. Pælingin var að byggja upp rosalega spennu og láta áhorfandann verða rosalega forvitinn og áhugasaman um það sem væri að fara að gerast en síðan mundi þetta bara enda á algjöru and-klímaxi og vera ekki neitt. Ég vildi fyrst hafa Harald eldandi í staðinn fyrir lærandi þar sem það er fjölbreyttari iðja en að læra. Skotin af honum hefðu þá getað verið aðeins skemmtilegri: Haraldur að skera grænmeti, Haraldur að steikja, Haraldur að kveikja á eldavélinni etc. etc., en eins og myndin er þá eru skotin af Haraldi nokkurn veginn bara: Haraldur að reikna, Haraldur að reikna, Haraldur að reikna. Ég hafði líka hugsað mér að taka fyrstu persónu skotin hans Héðins að nóttu til, enda nóttin drungalegri en dagurinn. Það kom líka önnur hugmynd að örmynd frá Héðni Finns en ekkert varð úr henni nema titillinn “Á hverfandi hveli” sem hélst á örmyndinni og líka stemmningin sem átti að vera í þeirri mynd yfirfærðist dálítið á lokamyndina. Myndin átti sem sagt að vera þannig að Héðinn væri að reykja (mínútu langt skot) síðan mundi koma víðari skot og þá sést að hann situr á stól ofan á hvali. Síðan kastar hann sígarettunni í hvalinn og við það vaknar hvalurinn og lætur sig hverfa niður í sjóinn og Héðinn drukknar. Myndin hefði samt frekar átt að heita “Á hverfandi hvali”, en allavega, storyboard var gert fyrir þessa mynd og allt en nei… ekkert varð úr því.
Aftur að langri fæðingu myndarinnar. Þegar við höfðum ekki gert neitt þegar við áttum að gera eitthvað og þar sem þetta gildir 20% af námseinkunninni þá vildi maður nú gera eitthvað því það er skelfilegt að fá 0 í einhverju sem gildir svona mikið og er svona skemmtilegt. Þegar við fengum myndavélina til þess að gera lokamyndinni ákváðum við að taka upp örmyndina meðfram henni. Við vorum auðvitað fáránlega lengi að drjóla okkur til þess að taka upp eitthvað og fyrsti tökudagurinn okkar var á daginn eftir að við fengum myndavélina. Við tókum upp efni í fyrri hluta lokamyndarinnar og mun ég skrifa sér færslu fyrir hana svo að sagan af því ævintýri verður að bíða. Næsta dag ætluðum við að halda áfram að taka upp lokamyndina og hittumst eftir skóla á föstudegi. Ég er ekki frá því að við höfum skrópað í kvikmyndafræðibíói eftir skóla, sem er skandall í sjálfu sér. Þegar við hittumst kom í ljós að við vorum öll voða bissí (nema ég samt) og Haraldur var að fara á potpriksæfingu, Héðinn var að fara að vinna, Bívarinn var að fara að skoða íbúðir og Helga var að fara að djamma. Við höfðum engan bíl svo að önnur ferð í Öskjuhlíðina var úr myndinni. Við ákváðum þá að drífa það af að gera þessa örmynd á þeim stutta tíma sem allir voru ekki uppteknir. Því gerist myndin ekki í eldhúsinu hjá mér heldur á Amtmannsstíg, heimili Jóns Erlings. Þess vegna er Haraldur líka að reikna en ekki elda. Við byrjuðum á að taka upp skotin af “skrímslinu”, sem reyndist síðan vera Héddi Finnstone. Ég hafði hugsað mér sú skot eins og lokaatriðið í Evil Dead. Haraldur var á kamerunni í þeim atriðum og leysti hann það verkefni vel af hendi. Það var líka einstaklega gaman að horfa á hann hlaupa um hokinn með myndavélinna og skemmti það restinni af hópnum á meðan á tökum stóð. Það helsta sem var ekki að virka við kvikmyndatökuna hans var að stundum stoppaði hann og leit í kringum sig og annað slíkt, líklega til þess að gefa myndinni meiri realisma, en þegar kom að því að klippa myndinna þá gekk ekki að stoppa því að það hefði skemmt fyrir spennunni sem átti að magnast upp. Skemmtilegasta atvikið við gerð myndarinnar var líklega þegar Helga og Björn Ívar sýndu stórleik þegar þau hlupu frá “skrímslinu”. Björn Ívar sem sagt hljóp beint á einhvern strák sem var að labba heim frá skólanum og var það tiltölulega fyndið.
Skotin af Haraldi að læra voru síðan að mestu tekin upp af mér og við reyndum að hafa þau sem fjölbreyttust og vil ég meina að það hafi tekist bara ágætlega þar sem þetta var nú ekki mjög fjölbreytt iðja sem hann var að stunda í atriðunum. Atriðið sem við tókum upp oftast var lokaatriði myndarinnar enda var það það langmikilvægasta í myndinni, eins konar punchline brandarans. Við prufuðum nokkrar mismundandi útgáfur og að lokum var “blessaðuuur” útgáfan notuð í myndina. Það atriði hefði samt mátt vera betra og ég hafði ímyndað mér það öðruvísi. Aðallega er ég að tala um tímasetninguna á línunni hans Héðins en hún kom örlítið of fljótt… en maður getur ekki unnið allt. Ég gleymdi líka að hækka í hljóðinu í því atriði þegar ég var að klippa myndina.
Já, ég sem sagt klippti myndina. Ég braut hugann oft um það hvaða lag skyldi vera notað. Það þyrfti að vera nokkuð spennuþrungið, frekar hratt og magnast eftir því sem leið á lagið. Ég fann fyrir algjöra tilviljun slíkt lag á safnplötu af elektró-dans tónlist (mér til mikillar furðu) sem ég hlustaði á um þetta leiti. Lagið er remix af Justice laginu “Stress” og var það fullkomið að öllu leyti nema að það var teknó trommutaktur undir fiðludramatíkinni, en ég veit ekki um neitt annað lag sem hefði getað virkað betur í fljótu bragði. Það hefði auðvitað verið lame að nota Jaws theme-ið eða eitthvað annað lag sem hefur verið í bíómynd. Ég var ekki alveg sáttur með tímasetningarnar á því hvernig lagið byrjar í Héðins-skotunum, en þannig fínstillingar koma bara með tímanum held ég. Það var heilmikið basl fyrir mig að klippa þetta enda í fyrsta sinn sem ég vinn eitthvað í Final Cut og því algjör byrjandi. Þegar ég setti lagið fyrst inn heyrði ég ekkert nema “bíp bíp bíp” og það tók alveg klukkutíma af “AAAAAAAAHHHH AF HVERJU VIRKAR ÞETTA EKKI!!!!!!!!” þangað til að ég fattaði ég þurfti að fokking rendera lagið svo það mundi hljóma… hvað sem “render” þýðir.
Þetta gekk þó allt á endanum og nú kann ég allvega öll helstu grundvallaratriðin í Final Cut. Þegar ég var búinn að klippa allt myndefnið og setja inn hljóð og alles þá átti ég samt eftir að setja inn titilspjaldið og credit listann í lokin. Þetta gerði ég síðan í miklum flýti þar sem Tryggvi & co. þurftu að fá “Spallann”. Ég færði því mynda-tímalínuna til hægri til þess að rúma fyrir titilspjaldinu í byrjun myndarinnar sem entist í ca. 5 sekúndur. Það sem ég klikkaði þó á var að ég færði ekki hljóð-tímalínuna líka þannig að þegar ég var búinn að skila frá mér klippitölvunni horfði ég á myndina og hvað haldiði? Hljóð og mynd var algjörlega úr synci, heill 5 sekúndna munur þar á ferð. Þess vegna gátum við ekki sýnt myndina um föstudagsmorguninn. Í klukkutíma hléinu frá því að við vorum búnir í skólanum klukkan 14 og þangað til að tíminn byrjaði klukkan 15 settum við titilspjaldið inn í myndina þannig að hún syncaði og því má segja að lagt var lokahönd á myndina nokkrum mínútum áður en hún var sýnd, nokkuð töff. Frumsýningin var skemmtileg þó var dagsbirtan mjög leiðinleg og skemmdi smá fyrir (þó miklu meira í lokamyndinni, meira um það síðar). Viðtökurnar voru góðar og var það einna helst Gunnar Snær, “Gasyljan”, sem kunni að meta hana hvað mest.
Hugmyndin að myndinni varð fyrst til í kollinum mínum og var það einstaklega skemmtilegt að sjá hugdettuna verða að veruleika. Ég verð þó að taka undir orð Alfred Hitchcock um að þegar handrit að mynd er komið þá er hún fullkomin (þó við gerðum nú ekkert handrit þar sem myndin var það stutt) en síðan þegar hún er tekin upp er hún í mesta lagi svona 60% af því sem maður hafði upprunalega hugsað sér. Engu síðar var þetta mjög skemmtilegt og ég er ánægður með verkið.
mánudagur, 6. apríl 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég fílaði myndina. Til að setja eitthvað út á hana þá fannst mér hún samt of löng. Aðallega vegna þess að Halli er alltaf að gera það sama.
Þess vegna vildum við að Halli væri að elda frekar, en við vorum ekki í aðstöðu til þess að gera það.
Skiptir svo sem ekki, hefðum hvort sem er fengið 0...
Þetta var skemmtileg mynd. Tek undir það, hefði verið skemmtilegt að láta Harald elda eða eitthvað annað fjölbreyttara. Leiðinlegt að geta ekki gefið ykkur eitthvað fyrir hana.
10 stig.
Skrifa ummæli