mánudagur, 26. janúar 2009

Heimsókn Friðriks Þórs

Ég hef nú alltaf reynt að halda ákveðnum gæðastaðalli á blogginu hérna og reynt að fá allvega 7+ fyrir hverja færslu, en maður vill nú ekki fá mínusstig þannig að ég hendi í þessa færslu með talsverðum skorti af metnaði og venjulega. Var búinn að plana að fá 30 stig með þremur færslum í janúar mánuði, en jæja.

Friðrik Þór að leika öllum illum látum í kennslustofu í myndinni Direktøren for det hele eftir Lars von Trier. Hann var þó mun vingjarnlegri þegar hann kom í okkar kennslustofu.

Ég verð líka að viðurkenna að ég fór aldrei á Sólskinsdreng. Ég ætlaði með Haraldi en síðar var hann í potpriksbúðum þegar Frikki kom þannig að hann beilaði og ég vildi ekki fara einn í bíó á mynd um einhverfu. Ég var þó í tímanum þegar Friðrik Þór kom og get skrifað eitthvað um það. Bara það að hann skuli hafa viljað koma finnst mér magnað, að mæta snemma á miðvikudagsmorgni til að tala við örfáa menntaskólakrakka er eitthvað sem ég hélt að stórt nafn eins og hann mundi ekki nenna. Props til Spalla að fá hann (er Spalli eitthvað nýtt gælunafn eða eitthvað djók hjá Magga... eða Merni?). Hann talaði heilmikið um myndina og gerð hennar og jafnvel þó ég hafði ekki séð hana var áhugavert að hlusta á hann. Ég hefði þó viljað heyra hann tala um kvikmyndagerð almennt og kannski áhrifavalda og þannig. Hérna kemur smá golden moments upptalning...
  • Fannst fyndið að hann mundi ekki hvað Jim Carrey hét.
  • Hann sagði að Rain Man væri fín mynd.
  • Hann talaði um að sex tíma gróf klipping af Sólskinsdrengi svínvirkaði og það væri alveg áhugavert að sjá hana, hann gæti kannski gefið hana út sem fjögurra þátta mini-seríu á RÚV eða eitthvað.
  • Fannst líka merkilegt það sem hann sagði um að Keli væri myndarlegur strákur, en það er alveg satt að maður nennir frekar að horfa á kvikmyndir með fallegu fólki en ljótu fólki, eða svona, nokkurn veginn.
  • Fílaði líka hvernig hann talaði um Hollywood, hann sagði að hann gæti alveg farið þangað en þá mundi hann missa listræna frelsið og hið alræmda "final cut".
  • Fannst skandall hvað Jói mætti seint. Legg til að hann fái mínusstig og helst ávítun.
  • Væri samt alveg til í að sjá hann leikstýra Hollywood mynd.
  • Síðan var líka gaman að sjá eina frægustu mottu Íslands svona með berum augum.

Bónus: Spurning til Sigga Palla, get ég bloggað um myndirnar sem ég missti af á föstudögum fyrir jól og fengið mætingu fyrir þá tíma?

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

4 stig.

Varðandi það að blogga um myndirnar sem þú misstir af fyrir jól. Í fyrsta lagi sé ég ekki alveg tilganginn. Þú færð held ég örugglega sér mætingareinkunn á hvorri önn þ.a. þetta myndi engu breyta í þeim efnum, og þú varst með 9,5 í ástundun hjá mér fyrir jól. Þar fyrir utan vil ég að menn mæti í þessa tíma, og vil ekki hvetja fólk til þess að mæta EKKI í tímana (gerði þau mistök í fyrra, þar sem bíótímarnir voru utan við stundaskrána).

Ef þú kemst alls ekki í bíótíma, hefur góða og gilda afsökun, en horfir á myndina og bloggar um hana innan hæfilegs tíma (1-2 vikur) þá myndi ég líklegast gefa mætingu. Annars ekki.