
Það er áhugavert að sjá hvernig leikstjórinn (gæjinn með síða hárið, vinstra megin á mynd neðar) breytist í gegnum myndina og verður alltaf sífellt spilltari af siðleysingjanum Benoit. Snemma í myndinni sést hann gráta og syrgja vinn sinn hljóðmanninn, seinna myndinni nauðgar hann síðan saklausri konu og er farinn að taka þátt í geðveikinni. Eina skiptið sem Benoit sýnir einhverjar tilfinningar var þegar hann fann flautustelpuna dauða í rúminu, hann blikkaði ekki einu sinni auga þegar hann skaut gamla kallinn í afmælinu sínu, og allt þetta harðgerða tilfinningaleysi magnaði upp atriðið þegar loksins sást að honum var annt um eitthvað í lífinu. Benoît Poelvoorde fannst mér vera virkilega góður sem sérvitri morðinginn og mörg atriði í myndinni eru mjög skemmtileg eins og þegar hann drepur gömlu konuna með því að öskra á hana. Endirinn var semi ódýr, en ég get ekki ímyndað mér hvernig hún hefði frekar átt að enda miðað við þær skorður sem formatið á henni setur hana í. Maður á líklegast að halda að ítalski gæjinn sem sendi honum rottuna (eða hvar það var) hafi drepið hann til að hefna bróður síns.
Myndin á að vera svört kómedía og hún er vissulega svört en það eru nú ekki mörg atriði sem eru sérstaklega fyndin, myndin er eiginlega ekki nógu lúmsk til þess að geta púllað þennan vandmeðfarna svarta húmor, en jújú, sum atriði eru alveg fyndin eins og þegar hann drepur svarta manninn. Ef ég ætti að gefa myndinni stjörnur væri það líklega bara öruggar þrjár af fjórum. Það er skemmtilegt að sjá hvað hægt er að gera góða mynd fyrir litla peninga ef þeir sem eru að gera myndina eru bara nógu hugmyndaríkir, og þá er ég að tala um að setja mynd um raðmorðingja upp sem heimildarmynd (og í svarthvítu) þannig að þeir þurfa ekki að pæla í krönum og lýsingu og tónlist etc., vel gert kappar, mjög frumlegt. Eitt sem ég vil nefna er að afmælissöngurinn (á ensku af einhverri ástæðu) er í myndinni, en það er frekar sjaldgæft að hann er í heild sinni í kvikmynd þar sem það þarf að borga himinhá

Bónus: Ég gleymdi að nefna það í 2008 færslunni minni að ég sá Sex & the City: The Movie og mér fannst hún bara virkilega góð og fékk mjög ánægjulega gæsahúð af "For the next fifty" línunni í lok myndarinnar, og líka fleiri góðum línum eins og "Carried away", klassík. Mér fannst þó viðbrögð Carrie við öllu brúðkaupsdæminu vera fáránlega mikil. Ókei, skil að hún hafi verið á smá bömmer en aðeins að slaka á að flýja land og aldrei vilja sjá Mr. Big aftur, SÆLAR.
2 ummæli:
Hvaða línu í No Country for old men ert þú að tala um?? I don´t know anything about that..
Er þér alvara með Sex&the city eða ertu að gera grín? :)Ánægjulega gæsahúð?
Fín færsla. 8 stig.
Skrifa ummæli