Battlestar Galactica
Þegar ég tala um aðdáun mína á BSG við fólk þá á það til að tengja það við aðdáun mína á Star Trek. Kannski að mörgu leyti skiljanlegt, bæði sci-fi, gerast út í geim, og þættirnir eiga báðir dyggan og traustan aðdáendahóp, en ég set ekkert samansemmerki á milli þessara þátta, í rauninni finnst mér það eina sem þeir eiga sameiginlegt vera þessi þrjú atriði sem ég taldi upp fyrr í þessari setningu. Grunnplottið í BSG er nokkuð einfalt: Vélmenni sköpuð af manninum gera uppreisn og gjöreyða nánast öllu mannkyninu á einu bretti. Tæplega 50,000 manns komast af á geimskipinu Battlestar Galactica (og minni nágrannageimskipum) og þau hefja leit að goðsagnakenndu plánetunni “Earth” svo þau geti endurbyggt mannkynið meðfram því að vera alltaf á flótta frá vélmennunum illu, hin svokölluðu “cylons”. Hljómar spennandi? Allavega finnst mér það. Til þess að auka enn á spennuna þá geta cylonarnir litið út nákvæmlega eins og menn, þannig að enginn getur verið viss um hver sé cylon og hver sé maður! Þættirnir eru svokallað re-imagining (lesist: remake) af gömlu BSG þáttunum frá áttunda áratugnum, en orðið “remake” hefur fengið á sig slæma merkingu með fjölda misheppnaðra remake-mynda á síðastliðnum árum. Þegar tveir félagar mínir voru að lofsama þessa þætti einhvern tímann hló ég að þeim því ég hélt að þetta væru glataðir þættir bara út af titlinum og andúð Frank Zappa á upprunalegu þáttunum. Sem betur fer hafði ég rangt fyrir mér.
Þættirnir eru framleiddir af Sci-Fi Channel í Bandaríkjunum og það kom mér á óvart hversu rosalega vel gerðir þeir eru. Allar brellur eru alveg tipp topp og í rauninni öll tæknilega atriði í þáttunum. Tónlistin er eins ó-sci-fi-leg og um getur, en hún hefur mikinn “heimstónlistar” blæ yfir sér og mikið er um tribal trommur, en ekki cheesy syntha eins og sci-fi tónlist er kannski þekktust fyrir. Leikararnir finnst mér líka vera virkilega góðir og þar stendur erkitöffarinn Edward James Olmos fremstur í flokki sem Commander Adama. Þó að þættirnir séu titlaðir sem sci-fi og eru framleiddir af Sci-Fi Channel, þá eru þeir fyrst og fremst drama þættir. Karakterarnir í þáttunum eru langt frá því að vera fullkomnir og vita alltaf hvað gera skal (svona eins og Captain Kirk), en mörg klassísk minni má sjá þegar litið er yfir helstu persónur: Gamlan mann með áfengisvandamál, feðgar sem talast ekki á, uppreisnargjörn strákastelpa, ástarþríhyrningur, kona með banvænt krabbamein, sjálfhverfur snillingur, tælandi femme fatale (sjá mynd)… allt er þetta efniviður í topp drama með hasar og sci-fi ívafi. Sci-fi-ið er í rauninni rammi utan um sögu persónanna, vísindaskáldskapurinn fer ekki að kikka inn að neinu viti fyrr en í seinni hluta annarrar seríu.
Segjum að þættirnir snerust um fólk í spænskum skipaflota á 18. öld sem er að flýja land til Bandaríkjanna á meðan sveitir konungs eru sífellt að elta það. Kannski nokkrir skósveinar konungs séu dulbúnir sem alþýðufólk í skipaflotanum? Þá er maður kominn með basic plottið af BSG án þess að það tengist sci-fi á nokkurn hátt! Ástæðan fyrir því að ég legg svona mikið úr því að tala um að þetta séu fyrst og fremst drama þættir er því fólk er svo fljótt að afskrifa það sem er stimplað sci-fi því það fílar ekki Star Trek eða Star Wars (ekki það að Star Wars sé sci-fi þó ég ætli ekki að fara lengra út í það) eða eitthvað. Núna er fjórða og síðasta serían í gangi, en þættirnir hætta ekki vegna dræms áhorfs heldur vegna þess að sagan er einfaldlega að klárast, eitthvað sem handritshöfundar Prison Break ættu kannski að fara pæla í, ég meina, hversu oft er hægt að brjótast út úr fangelsi? Battlestar Galactica eru frábærir þættir sem halda manni hooked, enda kunna handritshöfundar BSG að búa til góða cliffhangera.
Dexter
Þættirnir sem allir voru að missa sig yfir í kvikmyndagerð í fyrra. Þættirnir fjalla um raðmorðingja sem drepur aðeins fólk sem á “skilið” að deyja, sem sagt aðra morðingja. Dexter vinnur síðan sem blóðslettufræðingur hjá rannsóknarlögreglunni þar sem hann eltist við morðingja og glæpamenn. Núna er þriðja sería í gangi en maður þorir varla að segja neitt um hana sem gæti spoilað hinum tveimur. Formið á þáttunum er nokkurn veginn þannig að í hverri seríu er rannsóknarlögreglan að eltast við einhvern raðmorðingja og í hverjum þætti finnur Dexter eitthvað fórnarlamb sem hann telur að eigi skilið að deyja. Tónlistin er viðeigandi létt latínó tónlist enda gerast þættirnir í Miami. Ég var alveg að missa mig yfir þessum þáttum þarsíðasta sumar og áhuginn minn á þeim hafa aðeins dvínað síðan þannig að ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira um þessa þætti, þið verðið bara að trúa mér að þeir eru geðveikir, sjón er sögu ríkari. Ég læt klippu af upphafsatriði þáttaraðarinnar fylgja með það sem mér finnst það það flottasta sem ég hef séð (kannski á eftir Simpsons). Magnað hvernig hversdagslegir hlutir eru gerðir gróteskir og truflaðir, svona eins og Dexter Morgan sjálfur.
Gossip Girl
Þessir þættir eru svo heitir núna að þeir standa nánast í ljósum logum. Meira að segja Surtur úr Völuspá mundi segja “ónei, of heitt fyrir mig”. Ég verð þó að segja að af þeim fjórum þáttum sem ég nefni í þessari færslu finnst mér Gossip Girl slakastir, þeir eru samt awesome. Þættirnir fjalla um ástir og örlög nemenda við fínan einkaskóla í Manhattan. Þessi “gossip girl” sem þættirnir draga nafn sitt af er nafnlaus slúðurbloggari sem skrifar einmitt um ástir og örlög nemendanna sem þættirnir fjalla um. Það sem er skemmtilegast við þessa þætti er nokkurn veginn það sem er skemmtilegast við allar aðrar unglingasápur, að þola ekki einn karakter, að finnast annar karakter vera geðveikur, að finnast enn annar karakter vera asnalegur, að finnast að þessi ætti að vera með þessari og hin ætti að hætta með hinum og svo framvegis. Það gerist stundum við svona unglingasápur að alvarleiki dramans stigmagnast með vísivaxtartölu með hverri seríu. Hver man t.d. ekki eftir því þegar Dylan McKay verður algjör dópisti í Beverly Hills 90210? Eða þegar Marissa skaut einhvern gæja í bakið í The O.C.? Ég hef aldrei horft á One Tree Hill en það sem ég hef séð af honum þá er alltaf einhver að fara í fangelsi og einhver að setja sifelis-veiru í morgunmat föður síns og þannig. Einnig eru ódýrar leiðir til þess að auka dvínandi áhorf klassískar í svona þáttum, eins og þegar áðurnefnd Marissa úr The O.C. gerðist lesbía á fullu tungli. Í Gossip Girl er alvarleiki dramans ekki svona rosalegur og þar af leiðandi eru þetta mun léttari þættir og skemmtilegri áhorfs. Það er mikilvægt að allt sé hipp og kúl og ferskt í svona þáttum þannig að allar persónur eru alltaf stíliseraðar frá toppi til táar í flottustu fötum norðan Suðurpóls. Einnig er alltaf bombað inn einum góðum indie hittara í lok eða byrjun hvers þáttar svo það fari ekki á milli mála að þessi þáttur sé fyrir fólk sem er with-it. Leikarahópurinn er að mestu leyti fínn, enginn að taka við kyndlinum af Sir Lawrence Olivier hérna, en þó enginn sem er áberandi lélegur. Handritshöfundarnir eru auðvitað raunverulegar stjörnur þáttarins og oftast nær ná þeir að halda þáttunum skemmtilegum, þó að stundum púlli þeir eitthvað sem lætur mann hugsa “kommon, grínast í mér eða?”, því plot-twistin eiga það til að sveiflast á milli “snilld meistaraverk snilld” og “ha?”, oftast eru þau þó í ætt við hið fyrra. En allt þetta með ***SPOILER*** hvernig Serena og Dan hættu saman lét mig halda um andlitið yfir því hvað það var átakanlega kjánalegt á köflum ***SPOILER LOKIÐ*** (highlightið ósýnilega textann til að sjá hann)
Eftirfarandi efnisgrein mega þeir sem ekki hafa séð Gossip Girl sleppa að lesa, það eru samt engir spoilerar, bara tilgangslausar pælingar. Ég hef eytt allt of miklum tíma í að velta fyrir mér Gossip Girl slúðurdrósinni sjálfri. Þetta er alveg fín pæling, t.d. þegar eitthvað merkilegt gerist í þáttunum fer það beint á Gossip Girl og þar af leiðandi í gemsana hjá öllum krökkunum í þáttunum og þá vita allir strax hvað gerðist. Gossip Girl þjónar líka sem sögumaður í þáttunum og hefur hent út úr sér dásamlega skemmtilegum pun-um sem mundu gera Carrie Bradshaw sjálfa græna af öfund, “there is no we in summer, only u and me” kemur til hugar. Það er gefið sterklega í skyn að það sem Gossip Girl segir sem sögumaður er lesið beint af bloggsíðunni hennar. Ég keypti það alveg í byrjun þáttanna en þegar líða fór á fyrstu seríu fór hún alltaf segja hluti sem væri fáránlegt að blogga um á einhverri slúðursíðu. Eins og ef einhver persóna fær sms með einhverjum sjokkerandi upplýsingum þá kemur um leið mynd af persónunni á GG bloggsíðunni með síma í hendi og Gossip Girl veit einhvern veginn að sms-ið var rosalega sjokkerandi og segir eitthvað eins og hún viti hvað var í því. Þetta meikar engann sens! Líka þegar Chuck og einhver melur voru í veggjatennis þá birtist mynd af þeim á GG-síðunni með einhverri frétt um hvað þeir eru góðir vinir. Hver er í stake-outi í fokking veggjatennis-gymi til þess að taka myndir af einhverjum ríkum menntaskólakrökkum?! Og hver nennir að lesa það! Ég hef líka stundum pælt í því hvort Gossip Girl bloggi um einhverja aðra krakka líka sem við áhorfendur fáum ekki að vita um. Því ef hún er alltaf að skrifa um þessa sömu 5-6 þá er það alveg semi-psychopatchic-perralegt. Ef Jóhann Björn mundi taka upp á því að blogga undir nafninu Slúður-kjeppzinn um líf Haraldar, Björns Ívars, Héðins, Birtu, Helgu og Írisar á einhverri slúðursíðu yrði þau ekki alveg apeshit? Þegar líða fer á fyrstu seríu er alltaf gert minna og minna úr því að Gossip Girl er einhver slúðurbloggari sem fólk er alltaf að lesa og hún var orðin frekar eins og hlutlaus sögumaður, þá var ég farinn að halda að höfundar þáttanna gerðu sér grein fyrir hvað þetta var orðið óraunsætt og reyndu að draga úr vægi Gossip Girl. En strax í byrjun annarrar seríu var gert heilmikið úr því að GG væri vinsæll slúðurbloggari, t.d. var Dan að lesa þráð á GG-síðunni um sjálfan sig og Serenu. Mér fannst það dálítið eins og það var verið að gæla við að brjóta fjórða vegginn, eins og það kallast. Ef það verður einhvern tímann uppljóstrað hver Gossip Girl er í raun og veru ætla ég að hætta að horfa á þættina því þá eru handritshöfundarnir greinilega komnir í þrot. Því það er engin raunveruleg Gossip Girl þetta er bara sniðugt plot device, ekkert annað. Afsakið allt þetta raus en þetta hefur stundum heltekið mig þegar ég horfi á þættina sem er fáránlegt þar sem ég ætti frekar að vera heltekin af öllu fallega fólkinu sem leikur í þáttunum.
Án efa, svölustu þættir sem ég hef séð. Þættirnir fjalla um fjölskyldulíf og raunir manna sem vinna á auglýsingastofu í New York. Hljómar ekki beint spennandi. Bætum núna við “á fyrri hluta sjöunda áratugar” við lýsinguna og þá er maður kominn með eitthvað gott. Það skemmtilegasta við þessa þætti er einmitt þetta tímabil. Það fyrsta sem maður tekur eftir er að ALLIR reykja ALLTAF ALLSSTAÐAR. Síðan eru þeir alltaf að drekka viskí í vinnunni, konurnar eru auðvitað bara heima að sjá um heimilið, en karlarnir hika ekki við að halda framhjá þeim þegar tækifæri gefst. Svertingjar vinna aðallega sem hurðaopnarar og lyftuþjónar, Tískan er auðvitað allt önnur, tónlist, bílar, hárgreiðslur, arkitektúr, húsgögn, talmáti, allt er þetta virkilega vel gert og hannað að maður heldur nánast að þetta hafi verið tekið upp árið 1960. Auðvitað er þetta ekkert endilega 100% sagnfræðilega rétt mynd af þessu tímabili en það skiptir ekki öllu. Það er líka gaman að vita betur en persónur í þáttunum, t.d. voru allir á auglýsingastofunni harðir Nixon-menn og töldu Kennedy ekki eiga séns í kosningunum 1960. Í einum þættinum voru nokkrir karakterar að hlusta á einhverja plötu sem einn af þeim hafði nýkeypt, en það var engin önnur plata en Kind of Blue með Miles Davis sem kom út 1959. Ég elska poppkúltúrs tilvísanir og í þessum þætti er hellingur af þeim, sem er ekkert nema gott mál, fyrir mig a.m.k.. Nafnið á þáttunum er dregið af óformlegu starfsheiti mannana, þ.e.a.s. ad men, þetta fattaði ég bara fyrr í dag.
Aðalpersónan í þáttunum er hin ótrúlega svali Don Draper (sjá myndaseríu). Hann er helsti hugmyndasmiður auglýsingastofunnar, í fyrsta þáttinum finnur hann t.d. upp á “It’s toasted” slagorðinu fyrir Lucky Strike sígaretturnar. Fortíð hans er ráðgáta og eftir því sem líður á þættina fáum við vita meira og meira um dularfulla fortíð hans og sjáum manninn á bakvið spaðann. Ásamt Draper eru fjölmargar aukapersónur, allar með sína eigin djöfla að draga og sögur að segja og fá allir nægan skjátíma svo þetta komist allt til skila. En, eins og áður hefur verið sagt, þá finnst mér tímabilið sem þættirnir gerast í það skemmtilegasta við þá. Pólitísk réttsýni er víðs fjarri í Mad Men og það er alltaf gaman svona einu sinni og einu sinni. Ég ætla að ljúka umfjöllunina á Mad Men á nokkrum myndum af ofurtöffaranum og margfalda meistaranum Don Draper.
3 ummæli:
Ég er sjúklega sammála þér með Dexter. Finnst þeir þættir frábær bæting við alla sjónvarpsþátta flóruna. Upphafsatriðið er líka alveg ótrúlega flott. Sjúkt zoom getur komið mjög vel út.
Vá ég er sammála þér með GG..ef þeir myndu allt í einu segja hver GossipGirl væri þá væru þættirnir búnir..las einhvers staðar á netinu hjá einhverri stelpu að hún héldi að það væri Dorota..hverjum dettur þannig bull í hug??
Stórbrotið. 10 stig.
Stórsniðug aðferð við Spoiler-birtingu.
Sjálfur horfi ég á Dexter (auðvitað) og Mad Men. Mér finnst MM soldið vera að slappast, og hef satt best að segja ekki nennt að klára seríu 2...
Skrifa ummæli