sunnudagur, 30. nóvember 2008

Shaolin Devil & Shaolin Angel

Svo ég taki mér smá pásu á að fjalla um risastórar Hollywood ofurhetjumyndir ætla ég að fjalla um þessa low-budget kung-fu mynd sem ég sá fyrir nokkru. Ég held ég geti útskýrt áhuga minn á kung-fu myndum í þremur orðum: Wu-Tang Clan. Rappgrúppan Wu-Tang hefur alltaf verið að reppa kung-fu myndir, nöfnin á öllum röppurunum í genginu eru tekin úr kung-fu myndum (Ghostface Killah, Ol’ Dirty Bastard, Raekwon etc.), þeir nota ósjaldan kung-fu myndlíkingar í textunum sínum og sampla ósjaldan klippur úr gömlum kung-fu myndum í lögin sín. Titillinn á fyrstu plötunni þeirra, Enter the Wu-Tang (36 Chambers), er fenginn af láni úr myndinni The 36th Chamber of Shaolin sem kom út árið 1978 (hún er líka þekkt undir nafninu Master Killer, en einn rapparinn í Wu-Tang kallar sig einmitt Masta Killa). Þessa mynd hef ég séð og hún er virkilega góð og kannski ég splæsi í eina færslu um hana einhvern tímann seinna en núna ætla ég að skrifa um aðra kung-fu mynd sem ég er nýbúinn að sjá og hún er, því miður, ekki næstum því eins góð.

Með “ekki næstum því eins góð” meina ég eiginlega “léleg”, en þar sem maður horfir svo sjaldan á svona myndir þá er alltaf gaman þegar maður gerir það, jafnvel þó það sem maður er að horfa sé algjört sorp. Maður skemmtir sér við hlæja að lélegri talsetningu, skelfilegri myndatöku, ofleiknum röddum, asnalegum karakterum, illa skrifuðum samtölum og svo framvegis. Ég bjóst reyndar alveg við að myndin yrði svona þegar ég ákvað að horfa á hana, hulstrið á spólunni (hulstrið á spólunni sem ég var með var mun kjánalegra en það sem er fyrir ofan) og titillinn Shaolin Devil & Shaolin Angel (sorrí, enginn imdb linkur því hún er ekki á imdb!) er nógu kjánalegur til þess að eyða öllum væntingum um vandaða og heilsteypta mynd. Ég veit ekki hvort ég eigi reyna að gera grein fyrir plottinu sem var, mjög vægast sagt, torskilið. Þeir sem nenna ekki að lesa um það mega byrja á næstu efnisgrein. Ég a.m.k. skildi það þannig að það var einhver rosa assassin að drepa alla í bænum og einhver gaur sem átti rosa mikilvægan pabba ákvað að læra kung-fu til þess að hefna föður síns. Síðan var annar gæi sem var leigumorðingi og var alltaf að chilla á hóruhúsum á milli þess sem hann drap vonda gaura. Það var þannig að hann fór inn í herbergi með hóru og hún fór úr að ofan og þá voru einhverjir kínverskir stafir á bakinu hennar, sem ég auðvitað skildi ekkert í því þar sem þetta var döbbuð mynd og kínverskir stafir eru aldrei textaðir, en þetta átti sem sagt að vera nafnið eða nöfnin á næstu gaurum sem leigumorðinginn átti að drepa, eitthvað sem ég fattaði þegar myndin var alveg að vera búin. Inn í þetta blandaðist einhver gella sem var geðveikt góð í kung-fu og hún og leigumorðinginn urðu ástfangin, en leigumorðinginn hataði konur því mamma hans yfirgaf hann þegar hann var barn, síðar meir hittir hann mömmu sína og hún segir honum að drepa þennan assassin sem er að drepa alla því það var fyrrverandi eiginmaður hennar sem var er víst geðveikt vondur og á þessum tímapunkti fattaði ég að leigumorðinginn og strákurinn sem fer að læra kung-fu til að hefna föður síns eru bræður. Bræðurnir fara þá til lærimeistarans og læra einhverja aðferð til að drepa vonda kallinn og eftir ógeðslega langan bardaga ná þeir að drepa hann og svona 15 sekúndum eftir það kemur THE END á skjáinn. Ekki mikið verið að eyða tíma í hnýta lausa enda eða neitt svoleiðis. Síðan var hellingur af öðru sjitti sem ég er búinn að gleyma og/eða ég fattaði ekkert í sem ég ætla ekki að fara út í.

Þrátt fyrir marga vankanta þá var ýmislegt sem mér þótti mjög töff. Í einu atriði var leigumorðinginn búinn að rista nöfnin á fjórum mönnum á fjóra legsteina og síðan koma einmitt þeir fjórir menn sem eiga nöfnin sem eru á legsteinunum og leigumorðinginn rústar þeim. Frekar töff. Einn vondi kallinn notaði snáka sem hans weapon of choice. Mjög töff. Flest bardagaatriðin voru góð, þó þau voru mjög svipuð, endirinn á síðasta bardagaatriðinu var hápunkturinn (að sjálfsögðu), ég þó séð betri bardaga atriði í kung-fu myndum en þessari. Mæli ég með þessari mynd? Nei. Mæli ég með að fólk tékki á smá kung-fu? Já, algjörlega. Ef þið hafið aldrei séð kung-fu mynd þá ættuð þið virkilega að hugleiða að spekka eina slíka. Það skiptir ekki öllu hvaða mynd verður fyrir valinu þar sem svona myndir halda manni alveg við skjáinn sama hvað þær eru lélegar einfaldlega vegna þess að þær eru svo öðruvísi en þær myndir sem maður sér venjulega. Ef þetta væri 100. Kung-fu myndin sem ég horfi á mundi ég örugglega skrifa virkilega harðorða gagnrýni á hana og hvað hún er illa skrifuð og þannig, en þar sem ég hef bara séð 5 eða 6 þá er gimmick-faktorinn ekki búinn að skolast af kung-fu myndum fyrir mér (svipað og með blaxploitation sem ég fjallaði um í þessari færslu). Það er takmarkað hversu mikið hægt er að hlæja að lélegri talsetningu og öllu því, en í fyrstu skiptin sem maður horfir á þessar myndir er það ennþá fyndið, og með “þessar myndir” á ég við lélegu myndirnar, það er hellingur af góðum, vel leiknum og vönduðum kung-fu myndum, eins og fyrrnefnd The 36th Chamber of Shaolin.

Svo ég taki þetta saman.
Lélegar kung-fu myndir: Skemmtilegar.
Góðar kung-fu myndir: Geðveikar.

Þannig að það varla hægt að klikka með góðri kung-fu flick í tækinu og örbylgjunúðlum á kantinum.

Bónus: Haraldi finnst að Colin Farrel eigi skilið einhver töffarastig fyrir Daredevil hér að neðan, það má svo sem athuga það...

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Flott færsla. 8 stig.