- Þetta er uppáhalds myndin mín
- Það er lítið mál að finna handritið af henni á netinu
- Langflestir hafa séð þessa mynd þannig að þessi færsla er skemmtilegri aflestrar fyrir þá
- Ég fæ tækifæri til þess að slá tvær flugur í einu höggi með því að afgreiða þessa skyldufærslu og fjalla um Pulp Fiction í sömu færslunni, en ég fjallaði ekkert um Pulp Fiction í Topp-5 færslunni minni.
-05:00 - Búinn að ýta á play. Reservoir Dogs trailerinn byrjar. Þetta er eldgömul spóla og það heyrist á hljóðinu og sést á myndinni, en það er bara stemmari. Hef horft á þessa sömu spólu fáránlega oft. Endirinn er semi spoilaður í trailerinum.
-03:00 - Annar trailer. Spóla alltaf yfir hann. Einhver mynd með Jack Nicholson.
-02:00 - Varúlfamynd.
-01:27 – Myndin heitir Wolf. Áhugavert.
-01:00 – Enn annar trailer.
-00:15 – Stargate! This fall!
00:00 – Myndin byrjuð.
00:52 – Þegar þjónustustúlkan hellir í kaffibollann hjá Honey Bunny þá segir Honey Bunny “Thank you” með alveg ótrúlega mikilli gæsku og góðmennsku, en í handritinu stendur ekkert um hvernig hún á að segja það. Greinilega eitthvað sem leikkonan hefur fundið upp á sjálf eða Tarantino hefur leiðbeint henni að gera.
02:00 – Í handritinu stendur “portable phone” en Tim Roth segir “cellular phone”, skiljanleg breyting. Myndin var gerð áður en allir áttu gemsa.
03:49 – Eina ofleikna línan í myndinni að mínu mati er þegar Honey Bunny segir “Pretty smart!”, en í handritinu stendur (into it) fyrir aftan hana. Finnst hún samt vera aðeins of mikið into it, en Honey Bunny (eða Yolanda eins og við munum síðar komast að að hún heitir) er mjög tilfinningaríkur karakter og ofleikinn má kannski skrifa á það.
04:17 – Línan sem kemur rétt fyrir title cardið kemur tvisvar fyrir í myndinni en er þó ekki alveg eins í bæði skiptin. Í handritinu er línan sem kemur seinna í myndinni í upphafsatriðinu.
[Lýsingin á staðsetningu og persónum í handritinu er óformlegri en ég bjóst við. T.d. er persóna Tim Roth sögð “smokes cigarettes like they’re going out of style”. Samtali persónanna er sögð vera í “rapid pace “His Girl Friday” fashion. Merkilegt.]
04:40 – Ég elska hvernig PULP FICTION cardið kemur bara upp og minnkar síðan og minnkar. Það þarf ekki alltaf flókið upphafs credit svo það sé flott.
06:00 – Atriði sem ég kann utan að er alveg að fara að koma.
07:16 – Vincent Vega (John Travolta) er með eyrnalokk. Hef aldrei pælt í því hingað til.
08:09 – Eitt af einkennum QT: skot tekið upp frá bílsskotti.
08:50 – “But you are aware that there’s an invention called a television?” Frábær lína.
09:21 – “Nigga got a weight problem, what’s he gonna do? He’s Samoan.” Dæmi um tilvísun sem ég fatta ekki (þ.e.a.s. Samoan) en finnst samt fáránlega fyndin.
12:00 – Þriggja mínútna samtal um fótanudd, allt í einu skoti. Mjög töff.
12:55 – Í handritinu er sérstaklega tekið fram að íbúðin sem þeir fara í sé númer 49, en það er ekkert númer á hurðinni í myndinni.
[Hið fræga “Royale with cheese” samtal Vince og Jules er nánast alveg eins og það er í handritinu. Það er talað um að þeir voru í löngum og síðum frökkum yfir jakkafötunum sínum. Góð ákvörðun hjá QT (Quentin Tarantino) að sleppa þeim.]
14:26 “Hamburgers! The cornerstone of any nutrious breakfast.” Svo dásamlega kaldhæðnislegt.
15:00 – Nærmyndin af hamborgaranum áður en Jules (Samuel L. Jackson) bítur í hann gerir mikið fyrir að sýna að þetta er "tasty burger".
16:02 – Elska hvað Jules er mikið að skemmta sér yfir því hvað þeir eru allir skíthræddir við hann.
16:07 – “You, Flock of Seagulls…”, það er svo mikið af góðum línum í þessari mynd að öll þessi færsla gæti samanstaðið af upptalningu.
17:22 – Hvernig Brett situr í stólnum í gegnum allt atriðið lætur Jules hafa valdið. Jafnvel þegar hann ætlar að standa upp, lætur Jules hann sitjast aftur.
18:12 – “English motherfucker do you speak it!”
19:11 – Ezekial 25:17 ræðan er dæmi um eitthvað sem mér fannst svalast við myndina þegar ég sá hana fyrst en núna eru hellingur af hlutum sem koma til greina.
[Það er mjög algengt að línur eru ekki nákvæmlega eins í handritinu og í myndinni og í nánast öll skiptin finnst mér þær flottari í myndinni en í handritinu. Líklega út af því að ég er búinn að sjá hana svo oft að ég á erfitt með að ímynda mér hvernig einhver lína sé öðruvísi. “Jules has got style.” stendur í handritinu eftir að hann skýtur “Flock of Seagulls” gæjann, alveg rétt lýsing.]
20:09 – Medium shot! Maður veit hvað þetta þýðir núna þökk sé Kvikmyndagerð. Enda er þetta algjörlega medium shot atriði eins og stendur í handritinu. Marcellus Wallace að tala við Butch Coolidge (Bruce Willis). Það stendur í handritinu að Butch eigi að vera 26 ára (!). Samtalið er líka mun styttra í handritinu.
21:28 – Frábært lag, “Let’s Stay Together” með Al Green spilast í gegnum samtalið.
21:56 – Hvernig Marcellus heldur í umslagið rétt áður en hann réttir Butch það er eitt af þessum smáatriðum sem gera Pulp Fiction svo góða. Smáatriði sem þjóna í rauninni engum tilgangi en dýpka einhvernveginn atriðin.
23:09 – Plásturinn frægi aftan á Marcellus. Kenningar varðandi það sem er í skjalatöskunni tengjast þessum plástri.
23:16 – Jules og Vincent koma inn á staðinn, en í handritinu er Jules ekkert í atriðinu.
24:46 – Butch fær sér Red Apples sígarettur sem er uppskáldað vörumerki eins og Big Kahuna Burgers.
[Ég tek eftir að stórir stafir eru notaðir í handritinu þegar talað er um hvað kameran á að gera, eins og OUT OF FRAME og WE DOLLY INTO CU. Einnig eru stórir stafir á persónum þegar þær eru fyrst kynntar til sögunnar]
26:00 – Vincent að kaupa heróín.
26:44 – Pepsi challenge tilvísun. Alltaf gaman að poppkultúrs tilvísunum.
28:07 – Vincent dregur upp seðlabúnt sem er lýst sem “could have choke a horse to death”. QT heldur áfram að vera óformlegur í lýsingum.
28:47 – Vincent sprautar sig með heróíni, en í handritinu sprautar hann sig á meðan hann talar við Lance. Frábært atriði, sérstaklega þegar blóðið spýst inn í sprautuna og síðan sprautar hann því aftur inn í sig með heróíninu. Ég og félaginn minn gerðum einu sinni stuttmynd þar sem við vísuðum í þetta atriði með því að setja rautt Kool-Aid duft í flösku af vatni (eins og maður á að gera þegar maður blandar Kool-Aid) og með sömu tónlist undir og síðan var nærmynd af þegar skrúfað var lokið af sykurstaukinum eins og nærmyndin þegar nálin er skrúfuð á sprautuna. Góðir listamenn fá að láni, sannir listamenn stela.
30:25 – Uma Thurman er látin lesa upp það sem stendur á miðanum frá Miu til Vincent, í staðinn fyrir að láta áhorfandann lesa það.
30:40 – Það tók mig alveg þónokkur skipti að sjá hversu ótrúlega high Vincent er í þessu atriði þar sem hann er að bíða eftir Miu. Sérstaklega þegar hann segir “ok” í telecomið. Leikur þetta vel.
31:21 – “Warmer…warmer…disco”. Annað smáatriði sem gerir Pulp Fiction frábæra. Að segja disco í staðinn fyrir bingo þ.e.a.s..
32:48 – “Don’t be a [square]”. Það er vísað í þetta atriði í Kill Bill. Ferningurinn brýtur skemmtilega upp á atriðið, maður býst ekki við honum.
34:23 – QT hefur örugglega skemmt sér yfir því að velja kvikmyndaplakötin sem eru á Jackrabbit Slims.
35:00 – Steve Buscemi leikur Buddy, þjóninn. Finnst það alltaf fyndið. Tók mig nokkur skipti að taka eftir því.
35:48 – Vincent hneykslast yfir 5 dollara mjólkurhristingi. Fyndið þar sem sjeik á Íslandi kostar einmitt u.þ.b. 5 dollara núna.
38:22 – “What a gyp”. Skemmtilegt orð, gyp.
38:40 – Núna koma rosalegar myndtruflarnir, en spólan er eitthvað rispuð á þessum stað þannig að þetta er eiginlega bara orðinn hluti af myndinni fyrir mér.
39:21 – “Why do we feel it's necessary to yak about bullshit in order to be comfortable?”, hef alltaf fundist Mia hitta naglann á höfuðið hérna.
41:00 – Hinar konurnar á salerninu kippa sér ekkert upp við það að Mia sé að sniffa kókaín. Ætli þetta sé ekki einhvers konar ádeila á eitthvað, hef aldrei almennilega fattað þetta.
44:37 – Twist atriðið er að fara að byrja.
45:42 – Mjög flott atriði. John Travolta er svo góður dansari. Dansmúvið sem hann tekur á tánum er rosalegt.
46:46 – John Travolta tekur “Batusi” sem er danshreyfing sem varð til í upprunalegu Batman þáttunum frá sjöunda áratugnum, gaman að því.
48:23 - Í handritinu blastar Mia ekki “Girl, You’ll Be a Woman Soon” á risastóru reel-to-reel segulbandstæki, heldur geislaspilara. En segulbandstækið er miklu flottara og voldugra en geislaspilari.
51:31 – Hvernig Mia tekur um nefið eftir að hafa sniffað heróínið er lýst þannig eins og nefið stæði í ljósum logum, og mér finnst Thurman hafa púllað það mjög vel.
53:32 – “I’m in big fucking trouble, I’m coming to your house”, þetta er ekki það sem maður vill heyra þegar maður tekur upp símann sinn.
54:11 – Vincent klessir á húsið hans Lance, finnst það alltaf jafn fyndið.
57:10 – “I gotta stab her three times?” Klassík.
58:22 – Virkilega sannfærandi hvað Mia og Vincent eru helluð í útliti þegar Vincent er að skutla henni aftur heim.
1:00 – Mia segir tómatabrandarann. Þessi brandari er svo rosalega algengur, ég veit ekki hvort hann varð svona “vinsæll” eftir Pulp Fiction eða hann hafi alltaf verið svona vinsæll og þess vegna komist í myndina. Það er allavega á hreinu að hann minnkaði ekki í vinsældum eftir Pulp Fiction. (Hér eftir eru tímasetningarnar í forminu klst:mín)
[Ég tek eftir fyrstu línunni sem er í handritinu en ekki í myndinni sem mér finnst alveg eiga skilið að vera í myndinni, þegar Mia finnur heróínið hans Vincent og segir “Disco! Vince, you little cola nut, you’ve been holding out on me”. Það er líka skemmtilegt hvernig QT lýsir einu atriðinu svona: “Vincent moves like greased lightning to Mia's fallen body.” þar sem hann fékk sjálfan Danny Zuko til þess að leika Vincent. Kannski hann hafi verið búinn að casta hann þegar hann skrifaði þetta. Klippingin í atriðinu þar sem Vincent gefur Miu adrenalínsprautuna er mjög nákvæmlega lýst í handritinu.]
1:01 – Christopher Walken flytur “The Watch” söguna frægu. Skemmtilegt að jafngóður leikari og Christopher Walken sé fenginn til þess að leika svona lítið hlutverk.
1:03 – Skyttan í sögunni heitir Winocki, finnst það skemmtilegt, hann hefði getað heitið Johnson.
1:05 – Þjálfari Butch sem segir þrjú orð í myndinni er kallaður Klondike í handritinu.
1:07 – Marcellus er svo geðveikt skemmtilegur karakter. Væri til að sjá spinoff mynd um hann. “If Butch goes to Indo-China, I want a nigger hidin' in a bowl of rice, ready to pop a cap in his ass.”
1:09 – “I’m American honey, our names don’t mean shit”. Í handritinu útskýrir Esmeralda, leigubílsstýran, hvað nafnið hennar þýðir, en það komst ekki í myndina.
1:10 – Við dollyum í kringum Butch á meðan hann talar í símann í símaklefa.
1:13 – Mér hefur alltaf fundist samtal Butch og Fabienne vera frekar skrýtið. Ætli það sé ekki pointið.
1:16 – Fabienne hvíslar að sjálfri sér á frönsku “Butch, ævintýrið okkar er rétt að byrja”. Ég hef aldrei tekið eftir þessari línu fyrr en núna þegar ég les handritið. En Butch átti að segja sömu línu við sjálfan sig, líka á frönsku (nema hann mundi segja “Fabienne” fyrir “Butch”) en það komst ekki í myndinni. Það stendur líka að enskur texti átti að fylgja með línunum báðum.
1:19 – QT laumar inn kvikmynd, The Loser, sem hann heldur greinilega upp á inn í Pulp Fiction.
1:22 – “You believe so?! What the fuck does that mean?! You either did or you didn’t!”, það er búið að byggja upp alla söguna með úrið svo vel að maður trúir því alveg að Butch skuli trompast svona þegar hann sér að Fabbienne hefur gleymt að pakka því niður.
1:23 – Bruce Willis fer í nettasta outfit í heimi, gallabuxur, hvítur bolur og brúnn rúskinnsjakki.
1:24 - Núna byrjar mjög langt atriði þar sem Butch er að labba í átt að íbúðinni sinni. Allt umhverfi og umhverfishljóð eru tiltölulega vel útskýrð í handritinu, þó ekki sé nákvæmlega farið eftir þeim í myndinni. Auglýsingin frá Jackrabbit Slim’s hljómar örstutt í bakgrunninum þannig maður heyrir það varla. Ég tók ekki eftir þessu fyrr en ég horfði á myndina með enskum texta fyrir heyrnalausa. Dæmi um skemmtilegt lítið smáatriði sem PF er svo full af.
1:27 – Butch og Vincent horfast í augu áður en Butch skýtur hann í spað. Þeir horfðust einmitt í augu á barnum hans Marcellus og voru einmitt frekar óvinveittir hvor öðrum.
1:28 – Eftir að Butch hefur drepið Vincent í sinni eigin íbúð þá einfaldlega þrífur hann byssuna sem hann skaut hann með og fer. Maður mundi halda að einhver nágranni hans skuli hafa heyrt í byssuskotunum eða þá reykskynjaranum sem fór í gang. Þá væri frekar einfalt fyrir lögregluna að átta sig á að Butch hefði drepið hann, sem gerir hann að flóttamanni og það er ekki séns að hann kæmist til S-Ameríku eins og hann ætlar sér. En þetta er nú einu sinni bara bíó þannig að maður ætti ekki að vera að velta þessu fyrir sér.
1:31 – Marcellus ætlar að skjóta Butch en skýtur óvart saklausa konu í síðuna. Hann hefði getað einfaldlega skotið eitthvað framhjá, en nei, hann varð að skjóta einhvern saklausan vegfaranda. Skemmtilegt.
[Mér sýnist af handritinu að QT ætlaði að reyna sína að Fabienne og Butch hafa verið lengi saman, en Butch á að segja “Sacre Bleu” þegar Marcellus byrjar að skjóta að honum. Þetta er ekki fyrsta franska línan sem Butch segir í handritinu]
1:32 – “Get your foot off the nigger.” QT er ekkert að spara N-orðið í myndunum sínum. Svertingjar nota það við aðra svertingja og líka hvítingja og hvítingjar nota það við hvítingja og líka svertingja.
1:34 – Zed mætir í kjallarann. Það er eins og hann sé með augnskugga, sem gerir hann enn ógeðslegri og perralegri.
1:35 – Gimpið mætir. “Gimp” er orðið að slangri á meðal íslenskra ungmenna þökk sé Pulp Fiction. Áhrifamikil mynd, vissulega. Það er nákvæmlega ekkert sagt um gimpið í myndinni, hvort hann sé þarna sjálfviljugur eða nauðugur eða hversu lengi hann hefur verið þarna. Allt þetta er undir áhorfandanum komið að ímynda sér. Það er kannski gefið í skyn að Butch eigi að verða gimp því gimpið hlær að honum og bendir á hann og síðan á sig.
1:38 – Butch ákveður að bjarga Marcellus. Klassískt atriði þar sem hann fer í gegnum vopnin, örugglega áætlað sem homage til hinna ýmissu mynda sem eru í uppáhaldi sjá QT. Hann endur á að velja samúræjasverð og talað er um í handritinu að sverðið sé Takakura Kenstyle.
1:41 – “Aaaaatta boyyy!” þegar Zed ætlar sér að ná í skammbyssuna. Verst að hann var skotinn í klofið með haglabyssu nokkrum sekúndum síðar.
1:42 – “You okay?” “Nah man, I’m pretty fucking far from okay.” Marcellus er svo mikill töffari. Mjög óraunsær karakter, en ótrúlega skemmtilegur það litla sem maður fær að sjá af honum.
1:44 – Í handritinu þá faðmast Butch og Marcellus þegar þeir kveðjast. Góð ákvörðun að sleppa því.
1:46 – “Zed’s dead, baby, Zed’s dead” og það er síðasta línan í söguframvindu myndarinnar, en hún er auðvitað ekki í réttri tímaröð.
1:47 – Við fáum að heyra Ezekiel 25:17 ræðuna aftur. Gæjinn inn á klósettinu er svo mikill lúser, það sést bara á honum. Laxableik peysa og asnaleg klipping hjálpar ekki.
1:48 – Hann dritar á Vince og Jules en hittir ekkert og þá byrjar rifrildi Jules og Vincent um guðdómlegu verndarhönd Guðs. Ég er algjörlega á máli með Vincent í þeirri rökræðu þó hún sé alveg áhugaverð, sérstaklega á milli þessa tveggja skósveina-gangstera.
1:50 – Vincent talar um atriði sem hann sá í sjónvarpsþáttinum COPS. En fyrr í myndinni segist hann ekki horfa á sjónvarp. Hann sagði það örugglega til þess að lúkka kúl.
1:51 – Vincent skýtur óvart Marvin. Í handritinu skýtur hann Marvin í hálsinn en ekki í heilann þannig að Marvin deyr ekki strax þannig að hann þarf að skjóta hann aftur í höfuðið svo hann deyji. Það hefði alveg verið (svört) kómísk viðbót við þetta atriði.
1:53 – QT mættur í hlutverki Jimmie. Quentin er fínn leikari og getur púllað það vel að leika svona lúsera eins og Jimmie. Í Death Proof leikur hann meiri töffara og mér fannst það ekki alveg nógu sannfærandi. Kannski bara vegna þess að maður er búinn að venjast honum sem lúser. Sérstaklega er “dead nigger storage” djókið mjög leim, fullkomið fyrir QT.
1:55 – Við fáum að sjá Marcellus tala við Jules í símann. Ég hef aldrei almennilega áttað mig á hvort þetta sé Mia í sundbolnum með honum. En hún er með sundhettu og sundgleraugu fyrir andlitinu.
1:57 – Winston “The Wolf” Wolf mætir á svæðið. Ótrúlega svalur náungi og algjör andstæða við Jimmie. Maður hatar ekki Harvey Keitel.
1:58 – “Lotsa cream, lotsa sugar”.
1:59 – The Wolf leysir vandamál. Þetta vandamál samt felst aðallega í að þrífa og að breiða lök yfir bílsæti, sem er nokkuð fyndið miðað við hvað Wolf er alvarlegur.
2:02 – “You an oak man?”. Eik er töff.
2:03 – “Well I’m a mushroom cloud laying motherfucker, motherfucker!” síðan fylgja þrjár poppkúltúrstilvísanir sem ég fatta ekki=snilld.
2:04 – Skemmtilegt að sjá hvað Vincent og Jules eru stoltir af verkinu sínu þegar þeir eru búnir að þrífa bílinn. Alblóðugir í ódýru jakkafötunum sínum.
2:07 – “Would you like to have breakfast with me?” spyr Vincent einskærri einlægni að Jules. Finnst þetta sýna að þeir eru ágætis vinir þrátt fyrir allt.
2:08 – Svínasamtalið góða. “Personality goes a long way”, tilvísunin í Arnold úr Green Acres (ég þurfti að googla þetta til þess að fatta tilvísunina) var upprunalega “he’d have to be like the Cary Grant of the pigs”, ég mundi fatta þá tilvísun, en mér finnst samt þessi sem er í myndinni betri, hún er sniðugri.
2:10 – “Like Caine in Kung Fu”, síðar fékk QT sjálfan Caine til þess að leika Bill í Kill Bill myndunum.
2:12 – Pumpkin og Honey Bunny taka yfir veitingastaðinn.
2:14 – Fáum að sjá hvað Jules er ógeðslega svalur þegar hann talar við Pumpkin.
2:15 – “Ok, Ringo, you win.”, ég hef stundum pælt af hverju hann kallar Pumpkin Ringo, kannski vegna þess að hann er breskur, kannski því hann taldi upp að þremur (eins og trommarar gera).
2:16 – Við fáum í annað skiptið að sjá ljósið sem kemur upp úr dularfullu skjalatöskunni. Hvað er í henni? Hver veit? Ég held þó að það sé ekki neitt spes, þetta er bara plot device hjá QT.
2:19 – Mér langar geðveikt mikið í veski sem stendur á “Bad motherfucker”, það er pottþétt til.
2:20 – Ezekiel 25:17 í þriðja sinn. Þetta er í raun ekki bein tilvitnun í biblíuna, enda skiptir það engu máli, þetta hljómar töff.
2:22 – Vincent Vega og Jules Winnfield, tveir algjörir badasses, ganga rólegir út úr veitingastaðnum á meðan allir á svæðinu vita ekkert hvað er í gangi. Þeir setja skammbyssurnar sínar í buxnastrenginn á stuttbuxunum sínum og fara út um dyrnar á meðan lagið “Surf Rider” spilast undir. FIN
Jæja, þessi færsla tók aðeins lengri tíma að skrifa en ég áætlaði, en samt gaman að þessu. Frábær mynd og frábært handrit. Ýmislegt varðandi myndina komst ekki til skila þar sem ég var oftast að skrifa jafnóðum og myndin var í gangi. Ég tók eftir því að það eru alveg svona 100 línur í þessari mynd sem mér finnast verðugar til þess að vitna í. Ég tala líka ekki mikið um það sem skiptir máli og einbeiti mér frekar að litlu atriðunum í þessari færslu. Ég tók líka eftir að það er mjög sjaldan að lýst er hvernig línur eru sagðar, en það er hlutverk leikstjórans og leikaranna sjálfra. Einnig tók ég eftir hvað Quentin Tarantino er fáránlega mikill kvikmyndanörd, hann hikar ekki við að segja að eitthvað eigi að vera eins og í einhverri mynd í lýsingunum í handritinu. Hann er líka frekar óformlegur í máli, kannski það hefði verið öðruvísi ef hann væri ekki að skrifa handritið fyrir sjálfan sig, enda er hann einnig leikstjóri myndarinnar. Í gamla daga býst ég við að handritin voru með formlegri hætti.
Bónus: Ef þið eruð að velta því fyrir ykkur þá er þessi færsla 3780 orða löng (með bónusnum).
2 ummæli:
epic. gaman að lesa þessa færslu. hlakka til að gera mína.
Epísk færsla. 10 stig.
Skrifa ummæli