mánudagur, 1. september 2008

Boss Nigger


Ég held að Siggi Palli hafi skotið sig í fótinn með því að benda mér á b-mynda torrentsíðuna cinemageddon.com því að ég þegar ég renn yfir úrvalið þar eru svo margar myndir sem mér langar til þess að sjá og mun það eflaust tefja fyrir mér að horfa á aðrar "mikilvægari" myndir eins og þær sem eru á 102 listanum. Þar sem ég var búinn að nefna blaxploitation myndir í fystu færslunni minni ákvað ég að horfa á eina slíka. Ég hafði úr um 100 myndum að velja, þó að sá listi takmarkaðist talsvert þar sem sumar myndir höfðu mjög fáa eða enga seeders. Ég ákvað að horfa á myndina Boss Nigger frá 1974, aðallega vegna titilsins og mjög töff plakats sem má sjá hér til hliðar. Boss Nigger er ekki týpísk blaxploitation mynd þar sem hún er vestri, á meðan flestar blaxploitation myndir gerast í samtímanum í Harlem eða álíka hverfum (reyndar tók ég eftir mörgum öðrum blaxploitation myndum með öðruvísi twisti, t.d. sá ég eina zombie blaxploitation mynd og aðra kung-fu blaxploitation mynd). Eftir að hafa lesið mér aðeins til um myndina þá hef ég komist að því að hún er talsvert meiri vanilla en aðrar blaxploitation myndir, það er mjög lítið blóð og ofbeldið er ekki mjög gróft, það er lítil sem engin nekt og ekki mikið um blótsyrði fyrir utan orðið “nigger” sem er örugglega sagt svona 100 sinnum í myndinni.
Myndin fjallar um nafnlausan kúreka sem kallast Boss (hmm, minnir mann dálítið á Blondie gamla úr öðrum aðeins þekktari vestra) sem kemur í spilltan bæ ásamt félaga sínum og gerir sjálfan sig að sheriff og vin sinn að debuty. Síðan fjallar myndin um almenn spaðalæti þeirra í bænum (þeir á koma svokölluðum “black law” í bænum sem bannar t.d. að tala illa um svertingja og fleira í þeim dúr) og síðan er lítilli ástarsögu bætt inn á milli og seinni hluti myndarinnar snýst aðallega um stríð á milli Boss Nigger og Jed Clayton sem er algjör bad ass hvítingi sem bæjarstjórinn borgar til að losna við Boss Nigger. Fred Williamson sem leikur Boss skrifaði einnig handritið og meðframleiddi myndina. Fred er fyrrverandi amerísk fótboltastjarna og ein stærsta blaxploitation stjarna áttunda áratugarins, kannski lesendur hafi séð hann í From Dusk Till Dawn þar sem hann lék stóra svertingjann sem breyttist síðan í vampíru.
Sumt við Boss Nigger var að virka, sumt ekki. Reynt var að blanda húmor í myndina með misjöfnum árangri, en t.d. allt útlit á myndinni var mjög flott, sérstaklega miðað við b-mynd, og Boss Nigger sjálfur var alveg jafn ógeðslega svalur og Fred Williamson skrifaði sjálfan sig. Á einum tímapunkti náði myndin að byggja upp smá alvöru spennu, allavega varð ég smá spenntur í einu atriðinu. Tónlistin var mjög góð, þó hún hafi ekki verið mjög vestraleg, svalt instrumental fönk en hægt er að hlusta á titillagið í youtube klippunni að ofan, en ég mæli algjörlega með því, gott lag og textinn frekar áhugaverður (í myndinni er klippt út orðið “nigger” í laginu (mjög illa) sem mér finnst frekar skrýtið þar sem það er ekkert verið að spara orðið í myndinni, en í youtube klippunni er titillagið óklippt). Einnig var endirinn nokkuð óvæntur, en ég hefði haldið að svona myndir mundu enda á eins týpískan hátt og hægt er. Bardagasenurnar voru ekkert sérstakar, kannski voru þær góðar á sínum tíma en maður er svo góðu vanur úr nýrri myndum eins og The Matrix og fleiri bardaga extravaganza myndum að svona gamaldags kýlu slagir (með tilheyrandi óraunsæum sound effectum) finnst manni frekar óspennandi.
Ef ég ætti að gefa þessari mynd stjörnur mundi ég skella á henni hálfu húsi, en þó hélt hún mér við efnið allan tímann, ekkert endilega því þetta er svo góð mynd, heldur því þetta var eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður og á meðan gimmickið yfir því að horfa á blaxploitation mynd er ennþá til staðar mun ég njóta hennar. Ég býst ekki við því að verða einhver blaxploitation nörd, en mér langar samt að sjá fleiri, allavega stefni ég á að sjá týpískari blaxploitation mynd sem gerist in tha hood.

Bónus: Orðið "blaxploitation" kemur fram 11 sinnum í þessari færslu.

2 ummæli:

birta sagði...

hress færsla, hresst genre. orðið kýluslagir er samt bara aðeins of gott orð :D

Siggi Palli sagði...

Flott færsla. 7 stig.

Það á eftir að koma í ljós hvort ég muni sjá eftir því að benda þér á cinemageddon. Nokkrar færslur um blaxploitation og kung-fu myndir eru bara til þess að auka fjölbreytnina, en ef þú myndir ekki skrifa um neitt annað, þá færu kannski að renna á mig tvær grímur...