miðvikudagur, 10. september 2008

Suttmyndamaraþon: Á tæpasta vaði ;)

Þemað “stríð” er áskorun þegar maður hefur einn dag og ekkert budget. Á mánudagsmorgun hafði ég ekki hugmynd um hvernig stuttmyndin ætti að vera. Ég, Kristján og Birta (en hinir í hópnum voru Haraldur, Héðinn og Björn Ívar) ræddum lítillega um hvernig myndin gæti verið í hádegishléinu en við fengum enga almennilega niðurstöðu. Ég fór heim úr skólanum og ætlaði að reyna að sofa smá þar sem ég hafði verið vakandi síðan klukkan 14 daginn áður en ég náði lítið að sofna þar sem Haraldur og Héðinn hringdu sífellt í mig til þess að fá mig til að vera með í hugmyndavinnunni í hópnum, þegar ég loksins drjólaðist til þeirra voru þau búin að útleggja hvernig myndin ætti að vera og ég var fenginn í hlutverk herforingja þar sem ég á þannig búning. Ég gaf þó myndinni titil, Á tæpasta vaði ;), sem ég er mjög stoltur af.
Ég er mjög ánægður með hvernig við náðum að framfylgja þemanu. Við settum okkar tvær tiltölulega fastar skorður, 1) myndin gerist í fortíðinni og 2) myndin er hljóðlaus. Kannski sú staðreynd að við horfðum á The General fyrr um daginn hafði áhrif. Það að hafa myndina hljóðlausa leysti ýmis vandamál og skapaði önnur. Við þurftum ekki að hafa neinar áhyggjur af hljóðnemum og öðru slíku en ég las í öðru bloggi að einn í hópnum þurfti að taka það að sér að vera hljóðmaður, sem hljómar eins og ekkert nema vesen. Annar kostur við að hafa myndina hljóðlausa er að við gátum sleppt öllum samtölum, en það er venjulega mesti löstur á áhugamanna stuttmyndum, enda tekur tíma að skrifa gott og raunsætt samtal og ekki er á allra færi að spinna, eða leika yfir höfuð. Dæmi um vandamál sem skapaðist var að láta einhvern veginn áhorfandann vita hvað væri í gangi án þess að nota mælt mál. Við leystum það með því að nota spjöld (sem Birta hélt á eins og hún væri að halda á gullna reyfinu) sem þjónuðu sem nokkurs konar sögumaður, einnig var allur leikur frekar ýktur til að undirstrika hvað gengi á. Hljóðlausar myndir eru þó ekki algjörlega hljóðlausar þar sem þær hafa flestar tónlist undir en ég fer nánar út í það seinna í færslunni.
Haraldur Alfons Prypja var sá eini sem ekki var með hlutverk í myndinni en hann tók að sér að vera á kamerunni með dyggri aðstoð Stjána. Það kom ekkert annað til greina en að setja á “epic war movie” stillinguna úr glærusýningunni, enda vorum við að gera epíska stríðsmynd. Það kom fljótt í ljós að ég vildi vinna þessa mynd á annan hátt en Haraldur og Kristján þar sem ég taldi þá vera fullmilka fullkomnunarsinna a la Peter Jackson á meðan ég var nokkurn veginn sáttur með öll atriði ef þau náðu að klárast a la Ed Wood. Það var þó kannski fyrir bestu að þeir fengu sínu framfylgt enda öll myndataka í myndinni til fyrirmyndar að mínu mati. Ég hef stundum kallað Héðinn Hédda Chaplin enda tel ég hann vera einstaklega laginn við látbragð og annað slíkt sem silent-film leikarar eru góðir í og þessir hæfileikar hans fengu virkilega að skína í fyrri hluta myndarinnar. Mikið vesen var að, og ég er nokkuð viss um að allir munu nefna þetta í færslunum sínum um stuttmyndamaraþonið, þurfa alltaf að spóla til baka til að taka upp atriði aftur, og það sem var verra, að ýta á stop á nákvæmlega þeim stað sem maður vill byrja að taka upp. Það gerðist oftar einu sinni hjá okkur að þurfa að taka upp atriði sem heppnaðist vel aftur því að við höfðum óvart tekið smá yfir endann á því eftir að hafa spólað örlítið of langt til baka. En við þessu öllu saman mátti búast þar sem engin klippiforrit og annað slíkt var leyfilegt.
Við kláruðum upptökur í kringum hálfellefu um kvöldið og vorum öll mjög ánægð með árangurinn og vorum öll sammála um að myndin varð miklu betri en við bjuggumst við áður en við hófumst handa, sérstaklega þar sem myndin okkar er mjög opin til túlkunar og það má jafnvel sjá ákveðna ádeilu í henni. Við vorum þó ekki alveg kláruð með hana því að audiodöbbið var eftir. Það kom í minn hlut og Haralds að reyna að plögga þessu og eftir um 20 mínútna fikt var ég engu nær um hvernig ég ætti að gera, nema að ég vissi hvar audio dub takkinn var og ég ýtti á hann þó nokkrum sinnum vonandi að eitthvað mundi gerast í hvert skipti. Haraldur hringdi síðan í mig og sagði mér að tékka á bæklingnum sem var með vélinni, en ég var bara með slædsjóvið sem sýndi ekki neitt nema bara staðsetningu takkans á vélinni, og þá fattaði ég loksins hvernig þetta virkaði. Næsta vandamál var að finna gatið til að stinga jackinu í, það var falið á bakvið einhverju loki sem Haraldur fann eftir langa stund. Síðan var að finna snúru sem passaði í gatið, það tók um það bil 10 mínútur og þá gátum loks byrjað. Í byrjun myndarinnar vildum við hafa píanó tónlist eins og tískan er í gömlum hljóðlausum myndum og við ákvöddum að hafa ekki týpíska og létta píanó tónlist heldur fremur melónkólíska (frá smiðju Theolonious Monk) til þess að setja tóninn fyrir það sem koma skyldi. Í “stríðsatriðinu” stakk Haraldur upp á því að hafa annan hluta verksins Carmina Burana (ekki hinn ofnotaða og mun frægari fyrsta hluta) eftir Carl Orff og við lögðum mikið upp úr því að láta lagið enda á sama tíma og atriðið. Loks var það síðasta lagið sem ég hafði hugsað að gæti passað vel við atriðið fyrr um daginn, Some Mother's Son með The Kinks. Þá var myndin tilbúin.
Ég er að flestu leyti mjög sáttur hvernig myndin kom út. Við lærðum á vélina og almennt skemmtum við okkar bara mjög vel að skjóta myndina. Björn Ívar sagðist samt hata okkur öll og neitaði að mæta nema til að vera í einu 10 sekúndna atriði, en það er önnur saga.

Bónus: Það hefur gerst fjórum sinnum í þessari viku að ég hafi byrjað að horfa á mynd og ekki náð að klára hana af hinum ýmsu ástæðum. Myndirnar voru Casablanca (ég eyddi óvart downloadinu og nennti ekki að byrja aftur), The Godfather II (man það ekki, hef samt séð hana áður), El Orfanato (þurfti að fara að audiodöbba þessa stuttmynd) og Sympathy for Mr. Vengeance (of þunnur).

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Fín færsla. 7 stig.

Þetta var einkar glæsileg mynd hjá ykkur, vel unninn og skemmtileg pæling. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið mynd dagsins.