Sumar myndir horfir maður á sér til skemmtunar, aðrar horfir maður því þær eru áhugaverðar, sögulega eða menningarlega séð. Triumph des Willens er klárlega enginn blockbuster með sprengingum, nekt og one-linerum, þannig að fyrir huga sem hefur vanist týpískri Hollywood-uppbyggingu á kvikmynd (eins og ég) þá verður hún frekar langdregin og endurtekningarsöm eftir smá tíma. Hún er hins vegar mjög áhugaverð. Hún er leikstýrð af Leni Riefenstahl (sjá mynd til hægri), sem Hitler sjálfur bað sérstaklega um að leikstýra myndinni og er áróðursmynd um Þýskaland Hitlers frá árinu 1934. Það kom mér á óvart hvað myndatakan var metnaðarfull, og í raunar öll myndin. Það var alltaf verið að klippa á milli mismunandi skota af sama viðburðinum og greinilegt að heill hellingur af myndatökumönnum voru á staðnum. Klippingin var líka nokkuð hröð í sumum atriðum, þannig það má gera ráð fyrir að legið hafi verið myndinni í post-production ferlinu. Tónlistin stóð mestmegnis af hermörsum og þjóðleg lög sem upphefja Þýskaland.
Helga nefnir í sinni færslu um myndina að það sé hlægilegt hvað fólk gleypti við því sem Hitler tróð í hausinn á þeim. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ef maður setur þessa mynd í samhengi þá skil ég alveg hversu megnug hún er. Þýskaland var búið að vera í tómu tjóni eftir lok fyrri heimsstyrjaldar og fólk þyrsti í að einhver mundi koma og bjarga málunum, eftir 15 ár komst einhver crooner með skrýtið yfirvaraskegg til valda og gaf fólkinu nákvæmlega það sem það vildi. Ef ég væri Þjóðverji og hefði séð þessa mynd þegar hún kom út hefði ég hugsað “DJÖFULL ER LANDIÐ MITT GEÐVEIKT TÖFF!” sem er nákvæmlega það sem myndin á að gera, enda propaganda mynd. Margir af helstu mönnum Þriðja ríkisins halda ræður í myndinni og alltaf kom texti neðst á skjánum sem sagði hver maðurinn væri og hvaða embætti hann gegnti, eitthvað sem ég hefði ekki haft hugmynd um ef ekki væri fyrir textann. Einstaka sinnum komu einhverjir fróðleiksmolar, eins og þegar Hitler var að snerta "blóðfánana", eins og hann væri prestur að blessa þá. Hitler er nefnilega gerður að hálfgerðum guði í þessari mynd, byrjar á að koma niður frá skýjunum í flugvél og síðan eru mörg skot af honum þar sem myndavélin beinist upp til hans svo hann virðist vera stór og mikill og líka allt þetta “Reich er Þýskaland, Þýskaland er Hitler og Hitler er Þýskaland”. Síðan er sagt “heil” í þessari mynd örugglega oftar en “fuck” í myndinni Fuck, og það er sagt á svipaðan hátt og hallelúja og amen er sagt í messum, alltaf þegar Hitler lét eitthvað út úr sér öskraði allt fólkið “sieg heil sieg heil”. Eins og Tómas Páll Maté sagði eftir myndina, hann hefði allt eins getað verið að þylja upp einhverja kökuuppskrift og fólkið mundi samt alltaf hrópa “sieg heil” honum til dýrðar eftir hverja setningu, og það verður að segjast, það var mjög töff að heyra 52.000 manns hrópa “sieg heil sieg heil”. Samhæfing hermannana (og annarra, eins og t.d. verkamannana með skóflurnar) var rosaleg og einnig fjöldinn, það var alveg fáránlegt að sjá Hitler og tvo félaga hans labba að einhverju altari eins og þeir væru í Dressmann auglýsingu með skrilljón hermenn í vel skipulögðum og hornréttum fylkingum allt í kring. Þegar fólk sá þetta í kvikmyndahúsum á sínum tíma þau hlaut það að hafa verið heillað. Dolli kallinn er líka frábær ræðumaður og það skemmir ekki þegar markmiðið er að láta fólk trúa sér. Síðan var sýnt aðeins frá Hitler-æsku búðunum og aðallega voru einhver fíflalæti í gangi og tilgangurinn eflaust að sýna hvað væri gaman þar til þess að fleiri mundu skrá sig. Skemmtilegasti hluti myndarinnar fannst mér byrjunaratriðið þar sem Hitler fór fremstur í skrúðgöngu og meðfram veginum var allt fullt af venjulegu fólki komið saman til þess að bera leiðtogann augum. Skemmtilegasta skot myndarinnar var líklega af ketti sem horfði á kanslarann aðdáunaraugum (ég reyndi að finna screenshot af netinu en án árangurs).
Þegar á heildina er litið þá er þetta ekki beint mynd sem maður skellir í tækið á sunnudagskvöldi með popp og kók á kantinum, en sem svona “historical artifact” þá er hún ómetanleg. Hvernig fólk var tilbúið að gera allt sem der führer sagði því að gera og hvernig einn maður gat haft þennan ótrúlega sannfæringarkraft. Sem afþreying er þessi mynd ekki góð, mæli frekar með Rush Hour trílógíunni, en sem áróðursmynd er hún meistaraverk. Að því sögðu, þá mun ég örugglega aldrei horfa á hana aftur.
Bónus: Kristján Bjarni hefur ekki séð neina Star Wars mynd (!)
föstudagur, 31. október 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég er sammála því að myndin er mikilvæg sem söguleg heimild, en hún er engu minna mikilvæg sem kvikmyndaverk, því myndatakan og klippingin er vægast sagt byltingarkennd. Sumt af myndatökunni, sérstaklega stórfengleg krana- og (held ég) loftbelgsskot voru 20-30 árum á undan sinni samtíð.
En þó svo að myndatakan sé mjög oft aðdáunarverð verður hún stundum viðbjóðsleg, þegar raðir hermanna eru sýndar frá þannig sjónarhorni að þeir missa mannleika sinn og verða hluti af stríðsvél.
Fyrir aðdáendur Lion King er vert að minnast á að ein sena í LK byggir mjög á Sigri viljans hvað kóreografíu og annað snertir (þar sem Skari=Hitler).
Góð færsla. 8 stig.
Já, ég tók eftir einu mjög metnaðarfullu skoti í myndinni. Þar sem það var einhver stór serímónía og það voru þrír menn að labba milli mjög stórra fylkinga og á endanum voru risastórir borðar með hakakross á og á einni slánni sem borðarnir voru strengdir á sá ég eitthvað lítið dæmi þjóta upp og svo var skipt um skot og þá kom skot ofan á mennina þrjá frá sjónarhorni borðanna svo þetta litla sem hreyfðist upp slánna var greinilega myndavél í bandi. Merkilegt.
Alltaf gaman að vera á vitlausum google-acounti. Alla vega, þetta var ég.
Skrifa ummæli