Flatmates
Þegar við félagarnir spjölluðum saman um myndirnar eftir sýninguna ásamt lærimeistaranum Sigga Palla hafði hann orð á því að þessi mynd hafi verið sú versta. Ég er algjörlega á öðru máli og mér fannst þessi mynd vera sú besta af öllum fimm. Þessi mynd var látlausasta myndin á sýningunni, enda var credit listinn á henni stystur, en aðeins voru þrír leikarar og ein sviðsmynd. Myndin fjallar um bestu vini sem eru ný orðnir herbergisfélagar. Þar sem þessi mynd verður ekki sýnd aftur ætla ég að leyfa mér að koma með spoilera (þetta á við um allar myndirnar í þessari færslu). Einn vinurinn kemur með beibís heim af djamminu eftir að hinn gæjinn nennti ekki, hann er nefnilega skápahommi og ástfanginn af vini sínum, og þau (vinurinn og beibís) byrja á einhvers konar ástarsambandi á meðan skápahomminn horfir á úr fjarlægð. Síðan endar myndin á að vinurinn með gelluna kemur heim einn og blindfullur og skápahomminn fylgir honum í rúmið hans og joinar hann síðan og klæmax myndarinnar (nánast í bókstaflega) er þegar skápahomminn rúnkar drukknum og hálfdauðum vini sínum.
Það sem ég fílaði við þessa mynd var hversu raunsæ hún var, karakterarnir voru mjög venjulegir og samtölin sem þeir áttu voru mjög raunveruleg líka, mjög hversdagsleg reyndar. Mér fannst hvernig spennan á milli þeirra var byggð upp heppnast mjög vel, en tónlistin, sem mér þótti til fyrirmyndar, spilar inn í það og hvernig það rennur smá og smá fyrir manni að einn af þeim væri ástfanginn af hinum, en fyrst hélt ég að skápahomminn vildi ekki á djammið því hann var að jafna sig á öðru sambandi eða eitthvað. Síðasta atriðið, sem gerist daginn eftir rúnkið, fannst mér líka mjög vel höndlað. Í staðinn fyrir að annar hvor þeir mundi segja eitthvað álíka klisjukennt og “við þurfum að tala saman um gærkvöldið”, þá segir þeim sem var rúnkað “varstu að þrífa hérna?” og homminn svarar “nei” og gaurinn segir “ok, það er eins og þú hafir verið að þrífa, það er allt hreint”, eftir nokkurra þögn rýkur hann út og segir "þetta er ekki að ganga, Lars!" (eða hvað sem homminn hét). Ég veit ekki, en mér fannst þetta mjög raunsætt samtal, ef þetta hefði verið bandarískur unglingaþáttur hefði samtalið verið allt öðruvísi og mun meira djúsí, en ekki næstum því eins raunsætt. Annars mundu handritshöfundar bandarískra unglingaþátta aldrei hafa kjark til að skrifa semi-nauðgunar-rúnk á milli tveggja karlmanna í þættina sína. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti bandarískum unglingaþáttum, hver veit nema ég skelli inn færslu um Gossip Girl við tækifæri.
Den Store Trollkarlen
Slappasta mynd dagsins og Haraldur Unnsteinn Þórir Alfons Proppé Möller Hugosson Thors var mér sammála um það. Fjallar um galdrakall sem vinnur sem… einhvers konar póst skrifstofumaður skildist mér. Síðan kemur frænkan hans í heimsókn sem er voða vond við hann en hann má ekki láta hana komast að því að hann sé galdrakall. Þó hún hafi verið slappasta mynd dagsins þá var hún sú metnaðarfyllsta, 40-50 leikarar, mikið lagt í búningana og útlitið á leikmyndunum og meira að segja smá tæknibrellur skutu upp kollinum. En þegar sagan er leiðinleg þá er fátt sem getur lagað það. Allar línur myndarinnar voru sagðar af sögumanni sem gaf myndinni ákveðinn ævintýrabókablæ. Léleg mynd engu að síður og fær ½ stjörnu frá undirrituðum.
Situation Frank
Næstbesta mynd dagsins. Þessi mynd er um mann sem kemur að látinni konunni sinni eftir að hún hafði framið sjálfsmorð og fjallar um hvernig hann kópar við missinn og vin hans sem reynir að hressa hann við. Ég veit ekki hvað meira ég get sagt en að ég hafði gaman að myndinni en hún byggist aðallega á nokkuð spaugilegum atriðum þar sem vinur mannsins reynir að hressa hann við með misjöfnum árangri og einmanalegum atriðum með manninum. Maðurinn drukknar næstum í baðkarinu þegar hann dettur óvart í það en síðan kemur draumkennt atriði þar sem hann hittir látna konu sína og sannfærist þá að lífið er þess virði að lifa því og þegar hann gengur út úr kirkjunni eftir jarðaför konu sinnar finnur maður að hann hefur sætt sig við andlát hennar og er bjartsýnn á framhaldið. Þannig túlkaði ég þetta að minnsta kosti. Fallegur endir.
Love and War
Án efa sérstakasta mynd dagsins. Stop motion brúðuópera á ítölsku um ást í stríði. Myndin fjallar um ástarsamband bangsa og kanínu á stríðstímum, líklega seinni heimsstyrjöldinni, og myndin endar á að bangsinn er drepinn á vígvellinum. Sagan sjálf var nokkuð falleg en þar sem þetta voru allt brúður gerði það útkomuna nokkuð fyndna, þ.e.a.s. að sjá einhverja tilfinningaþrungna og vel sungna óperu kom út úr munninum á bangsabrúðu. Myndin var mjög vel gerð og allt útlit var til fyrirmyndar (smellið á myndina til hliðar til að sjá svipmyndir úr myndinni). Myndin var öll á tungumáli óperunnar, ítölsku, og það var enginn texti þannig að ég skildi ekki hvað var verið að syngja en ég held að það hafi samt ekkert skemmt fyrir. Niðurstaða: Ég hafði alveg gaman að myndinni en þegar allt kemur til alls er þetta mynd sem byggist á gimmicki og slíkar myndir snerta mann sjaldan...og þó.
Medan Tid År
Í Shorts & Docs bæklingnum stóð að fjórða myndin átti að vera The Walk, en hún var ekki sýnd
Bónus: Ég horfði Casino Royale í vikunni og það var algjörlega þess virði þó það væri ekki nema bara til að heyra Bond svara “Do I look like I give a damn?” þegar hann var spurður hvort hann vildi vodka martiníð sitt hrist eða hrært.
2 ummæli:
Já, ég sáttur með að við séum sammála um Flatmates. Það kemur mér virkilega á óvart að Sigga hafi fundist þetta lélegasta myndin.
Siggi: Ert þú ekki bara að einbeita þér of mikið að einhverjum tæknilegum atriðum?
Fín færsla. 7 stig.
Ég veit ekki almennilega af hverju mér líkaði ekki Flatmates. Ég náði bara ekki að lifa mig almennilega inní hana - kannski spurning um hvernig maður var stemmdur.
Hins vegar hafði ég gaman af Galdrakarlinum. Þessi Borges-legi absúrdismi og töfraraunsæi var bara eitthvað fyrir mig.
Ég er eiginlega alveg viss um að Medan tid är sé heimildamynd...
Skrifa ummæli