
Slumdog Millionaire
Þessa mynd hafði ég heyrt mest um áður en ég sá hana enda er hún búin að sópa að sér verðlaunum út um allan heim. Myndin er byggð á bókinni Viltu vinna milljarð? sem var mest selda bók á Íslandi tvö ár í röð, ekki snautt. Hún fjallar um einhvern götustrák sem kemst í Viltu vinna milljón? þáttinn í Indlandi og nær að svara öllum spurningunum og er að leita að stúlkunni sem hann er ástfanginn af og yadayadayada. Ég get talið upp margt sem er gott við myndina en ætla frekar að telja það sem mér fannst vera miður, enda skemmtilegra að lesa það. Í fyrsta lagi er aðalpersónan í myndinni ekkert sérstök, hún er eiginlega bara leiðinleg. Í rauninni eru flestar ef ekki allar persónurnar í myndinni með öllu óáhugaverðar og manni stendur of mikið á sama um þær en maður á að gera í mynd sem þessari. Söguþráðurinn er samanstendur aðallega af flashböckum af erfiðu lífi götustráksins og stundum er erfitt að finna þráðinn í gegnum allt þetta tímaflakk, sérstaklega þar sem þrír mismunandi leikarar leika þrjár aðalpersónur myndarinnar (þ.e. 9 leikarar leika 3 persónur) og stundum svissast tungumálið sem er talað á milli ensku o

Óskarskandídat: Já. Ég er alveg 90% á því að hún fái Óskarinn fyrir bestu mynd.
The Curious Case of Benjamin Button
Svokölluð lífskeiðismynd þar sem fylgst er með áhugaverðu lífi eins manns frá fæðingu til dauða. Svipuð pæling og í Forrest Gump og Big Fish og fleiri myndum. Gimmickið við þessa mynd er að Benjamin fæðist gamall og verður síðan yngri með tímanum. Þetta er mjög fín mynd en skilur þó lítið eftir sig og það fer líka aðeins að halla undan

Óskarskandídat: Ef Slumdog vinnur ekki þá vinnur þessi, svo einfalt er það. Þessi mynd er nánast færibandsóskarsverðlaunamynd.
Frost/Nixon
Félagi minn lýsti þessari mynd fyrir mér sem spennandi hasarmynd, nema bara með orðum. Það hljómar einstaklega áhugavert fyrir mig og ég var spenntastur að sjá þessa mynd af öllum fimm myndunum sem voru tilnefndar. Blessunarlega, þá olli hún ekki vonbrigðum. Myndinni er nokkurn veginn skipt þannig að fyrri hlutinn snýst um undirbúning David Frost fyrir viðtölin við Richard Nixon, og seinni hlutinn snýr að viðtölunum sjálfum. Ég vissi lítið sem ekkert um þessi viðtöl fyrir myndina og eflaust er á mörgum stöðum fært í stílinn eins og nauðsynlegt er til að gera kvikmynd skemmtilega. Frank Langella finnst mér fara á kostum sem Tricky Dick og öll samtöl í myndinni eru virkilega flott. Aðalkarekterar myndarinnar eru líklega áhugaverðir, en David

Óskarskandídat: Nei, alveg >1% líkur að hún vinni, held ég, þó mér hafi fundist hún best af þeim fimm. Ég vona þó að hún vinni. Frank Langella gæti þó vel unnið fyrir besta leik í aðalhlutverki.
Milk
Þriðja myndin af tilnefningamyndunum sem er rammasaga og önnur sem er byggð á sögu bandarísks stjórnmálamanns. Harvey Milk var fyrsti samkynhneigði maðurinn sem komst í opinbert embætti í Bandaríkjunum og fjallar myndin um leið hans í borgarstj

Óskarskandídat: Nei, eins og ég segi, Slumdog eða Benjamin tekur þetta. Það er samt alveg Óskarsverðlaunabragur á myndinni. Síðan er spurning hvort Milk vinni til að bæta upp fyrir að Brokeback Mountain tapaði árið 2005.
The Reader
Mamma ætlaði á þessa mynd í bíó sem segir kannski meira en margt annað um þessa mynd. Þessi mynd er svona ástardrama sem miðaldra húsmæður í Vesturbænum fíla. Það þarf þó alls ekkert að vera slæmt enda var þessi mynd alls ekki slæm. Hún var eiginlega bara frekar góð. Myndin fjallar um strák sem verður ástfanginn af konu sem er tvisvar sinnum eldri en hann og síðan fer hún fyrir rétti þar sem hún er kærð fyrir stríðsglæpi sem hún framdi sem vörður í útrýmingarbúðum nastista svona eins og gengur og gerist. Myndin er rosalega átakanleg og

Óskarskandídat: Ég skal éta hvítu glansderhúfuna hans Sigurðar Orra Guðmundssonar ef þessi vinnur, hún virkar á mig sem hálfgerður filler af þeim fimm tilnefndu. Þeir hefðu átt að bomba The Dark Knight frekar í hóp tilnefndra mynda, alltaf sama tepran í Akademíunni.
Svo ég raði myndunum eftir því hversu góðar mér fannst þær:
1. Frost/Nixon
2. Milk
3. Slumdog Millionaire
4. The Reader
5. The Curious Case of Benjamin Button
Og nú eftir því hversu líklegt ég tel að þær hreppi Óskarinn fyrir bestu mynd:
1. Slumdog Millionaire
2. The Curious Case of Benjamin Button
3. Milk
4. Frost/Nixon
5. The Reader
Þeir sem eru tilnefndir sem besti leikstjóri eru einmitt allir leikstjórar þessara fimm mynda, en ég tippa á að Danny Boyle, leikstjóri Slumdog Millionaire, taki styttuna.
Hvað hin verðlaunin varðar get ég lítið verið að tippa af viti þar sem ég hef ekki séð næstum því allar myndir sem um ræðir, en ég ætla samt að giska bara upp á gamanið:
Besti leikari: Frank Langella (ef ekki, þá Mickey Rourke)
Besta leikkona: Kate Winslet (ef ekki, þá Melissa Leo (hver sem það er))
Besti leikari í aukahlutverki: Heath fokking Ledger (ég þarf ekki einu sinni að koma með runner-up)
Besta leikkona í aukahlutverki: Penélope Cruz (ef ekki, þá Amy Adams)
Besta frumsamda handrit: Wall-E (ef ekki, þá Frozen River)
Besta handrit byggt á öðru verki: Slumdog Millionaire (ef ekki, þá The Curious Case of Benjamin Button)
Besta teiknimynd: Wall-E (þarf ekki að nefna runner-up, Wall-E er með’etta)
Jæja þá er þetta komið, ég mun þó líklega ekki horfa á verðlaunahátíðina sjálfa. Það nægir mér alveg að sjá þetta í Mogganum daginn eftir.
Bónus: Djöfull þarf ég að sjá The Wrestler, og líka Notorious (hina Notorious, sem sagt). Líka eitt sem er dálítið skemmtilegt, Heath Ledger er ástralskur leikari sem tilnefndur er sem besti leikari í aukahlutverki og er sagður hafa tekið hlutverki sínu of alvarlega, Robert Downey Jr. er tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki þar sem hann leikur leikara sem tekur hlutverki sínu sem Ástrali of alvarlega. Gaman að þessu.